Google Photos, ekki lengur gjaldfrjálst. Eða hvað?

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Google hefur tekið þá ákvörðun að frá og með 1. Júní 2021 mun fyrirtækið ekki lengur bjóða notendum uppá gjalfrjálsa geymslu fyrir myndirnar sínar í gegum Google Photos þjónustuna. En hingað til hefur það verið notendum að kostnaðarlausu að hlaða upp ljósmyndunum sínum í Google Photos þjónustuna í hárri upplausn. Þessi þjónusta er enda, að Gmail undanskildu, mögulega vinsælasta þjónusta Google frá upphafi. Þessari stefnubreytingu hefur verið gerð ítarleg skil á mörgum helstu vefmiðlum landsins. Til dæmis hér og hér.

Þann 1. Júní mun Google leyfa notendum að hlaða upp allt að 15GB af myndnum og myndir sem hlaðið hefur verið upp fyrir þann tíma munu ekki reiknast á móti þeim kvóta. Umfram þessi 15GB þarf að kaupa áskrift að Google One vöndli Google, vissulega er meira í boði í þessum vöndli, en til að mynda leyfir iOS og Android Google One appið notendum sem kaupa 2TB áskrift að tengjast VPN gátt til að dulkóða samskipti sín, og hefur Google í tilraun til að byggja upp traust notenda að fyrirtækið muni ekki safna notendaupplýsingum í gegnum þessa VPN gátt, gert VPN clientinn sjálfann open source og gefið þirðja aðila heimild til reglulegrar úttektar á þjónustunni.

Það má segja að Google sé að framkvæma þessa breytingu á eins mjúkan og opinn hátt og mögulegt er, fyrirtækið gefur notendum rúmlega hálft ár til að bregðast við. En hefur einnig lofast til að minna notendur á breytinguna með 3ja mánaða fyrirvara, hjálpa fólki að henda myndum sem ekki eru mjög eigulegar og fleira í þeim dúr.

Það er ekki þar með sagt að mér leiðist þessi breyting ekki eða að mér finnist það í lagi að þjónusta sem einusinni var gjaldfrjáls verði núna lokuð að mestu leiti á bakvið greiðsluvegg, en það má segja að þetta hafi verið óumfýjanleg niðurstaða.

Þó er hægt að komast framhjá þessari girðingu á tiltölulega einfaldann hátt, sé nenna notenda af nægum skammti. En Pixel símar munu áfram njóta þessara forréttinda, þ.e.a.s. að hlaða upp háupplausnar myndum í Google Photos þjónustuna án endurgjalds eða að þær reiknist á móti geymsluplássi notenda.
Með því að flytja allar myndirnar sínar yfir á gamlann Google Pixel síma og þaðan í Google Photos munu myndirnar ekki reikna á móti 15GB gjaldfrjálsa geymsluplássinu þínu.

En að þessu öllu saman sögðu, þá er geymslupláss í Google One frekar ódýrt, 100GB $1.99 og 2TB á $9.99 á mánuði, en það erengu að síður satt að $1.99 meira en $0 á mánuði.

(Visited 79 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar