Google upfærir Stadia

5 mánuðum eftir að Stadia opnaði fyrir þá sem þjást af straxveiki (hér er sá sem þetta skrifar ekki undanþeginn) hefur Google loksins opnað fyrir “gjaldfrjálsa” spilun, hún er gjaldfrjáls að því leitinu til að það þarf ekki að greiða áskriftargjald til að hafa aðgang að þjónustunni, en leikina þarf spilari engu að síður að kaupa, og það eru enn ákveðin fríðindi fólgin í því að greiða áskriftina, ódýrari leikir, nokkrir ókeypis leikir í hverjum mánuði, 4K streymi (vs. 1080p í gjaldfrjálsu leiðinni) og fleira í þeim dúr.

Enn sem komið er þjónustan aðeins aðgengileg í sömu 14 löndum og upphaflega, BNA, Kanada, Bretland, Írland, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn, Holland, Belgá, Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland, nú þegar búið er að opna fyrir gjaldfrjálsa spilun þarf Google aðeins að opna fyrir fleiri lönd hægt og rólega. En eins og ég hef áður skrifað, þá fullnægir þessi þjónsta algerlega mínum spilunarþörfum. En úrval leikja mætti vera betra, og það er stundum maus að VPN tengja sig til að taka einn snöggann leik.

Google hefur líka opnað fyrir spilun á fleiri Android símum, en hingað til hefur mobile spilun verið takmörkuð við Pixel 3 og 4 (XL týpurnar að sjálfsögði þar með).

Það verður fróðlegt að sjá hvað næsta ár gerir fyrir Stadia, ef Google tekst að uppfylla loforðið sem fyrirtækið gaf þegar Stadia var hleypt af stokkunum eða hvort þetta verður einhverskonar meiriháttar flopp.

(Visited 20 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar