PixelBuds 2 á leiðinni, gæti verið Apríl/Maí.

Orðið á götunni er að önnur kynslóð þráðlausra heyrnatóla Google, sem eiga að heita PixelBuds 2, já ég veit… Nafnið er alveg jafn vont og áður, jafnvel verra ef eitthvað er.

Þau birtust í eitt augnabli á vefsíðu B&H í síðasta mánuði, þar sem verðið $179 var staðfest en án afhendingar dagsetningar. Sú síða var tekin niður nánast um leið. Síðan þá hafa þessi heyrnatól birst hér og þar í hinum ýmsu kerfum, FCC staðfesting, BlueTooth vottun og fleira í þeim dúr. Hægt og rólega hefur ákveðið hype verið að byggjast upp, en þó ekki svona leka hype eins og Google hefur reynt að skapa í kringum Pixel símana sína.

Hvernig?

Núna síðast birtust þessi heyrnatól á vefsíðu ABT til forpöntunar (en til að fylgja B&H síðunni, þá hvarf þessi forpöntunarsíða nánast strax líka), og í gegnum þann miðil hefur þessi tímasetning orðið til, en í samskiptum vefverslunar ABT og Google hafa starfsmenn Google staðfest að hvítu heyrnatólin verði available undir lok Apríl eða byrjun Maí, á meðan hinir litirnir verði ekki tilbúnir fyrr en um mitt sumar.

Þetta eru einkar gleðilegar fréttir fyrir mig, þar sem að original heyrnatólin mín eru aðeins farin að líta uppá landið, hljómurinn enn sæmilegur en rafhlöðuending farin að slappast nokkuð, í stað þess að full hleðsla endist mér í dag um 3,5 tíma á meðan ég var með 4,5 tíma endingu þegar þessi heyrnatól voru ný. Hvort þessi heyrnatól eigi eftir að keppa við Apple AirPods á eftir að koma í ljós, það er hinsvegar ekki nokkur von til þess að þau eigi eftir að keppa í magni, en hugsanlega í gæðum, Google hefur oft náð að sýna að þau geta vel keppt við Apple í gæðum þrátt fyrir allt aðra nálgun á framleiðslu búnaðar, þ.e.a.s. að Google hefur löngum vilja meina að þau geti notað stærðfræði til að leysa fullt af vandamálum sem Apple hefur sögulega leyst með frábærum búnaði.

Nokkur atriði sem Google þarf að negla til að einhverjar líkur séu á því að þessi heyrnatól nái einhverjum árangri.
  • Hljóð og aðrir möguleikar, þegar upphaflegu heyrnatólin hljómuðu aðeins sæmilega og þá með hljóm sem var sambærilegur við AirPods á þessum tíma. Þá þarf arftakinn amk að jafna það sem nýjustu AirPods bjóða uppá, eða það sem betra væri að jafna það sem Sony hefur verið að gera í þessum geira þráðlausra heyrnatóla.
  • Betri, nettari hönnun, þetta var stóra vandamálið með upphaflegu heyrnatólin. Þau stóðu of mikið út og voru of klunnaleg. Þetta er eitthvað sem þarf að laga.
  • Nettari hleðsludokku, á meðan dokkan fyrir upphaflegu PixelBuds var mjög góð og þægileg viðkomu, þá getur verið erfitt að setja hana í vasann, og stundum klunnalegt að vefja snúruna utan um “slíðrið” innan dokkunnar. Annar hluti vandamálsins lagast með því að snúran hverfi, hinn hlutann þarf Google að laga sjálft. Myndir af húsinu gefa góða von um að það sé komið.
  • Betri Rafhlöðuending, upphaflegu PixelBuds var með sæmilega rafhlöðuendingu en núna 3 árum seinna hefur samkeppnin tekið stórstígum framförum og Google þarf einfaldlega að jafna það.

Þetta sem ég skrifaði hér að ofan er aðeins toppurinn á ísjakanum Google hefur beðið í tvö og hálft ár með að koma með ný heyrnatól og á þeim tíma hefur samkeppnin tekið stórstígum framförum, Google þarf einfaldlega að jafna það sem samkeppnin hefur verið að gera.

(Visited 41 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar