Enn meira af Stadia.

Hér fyrir nokkrum vikum skrifaði ég mikið um Google Stadia, leikjastreymi þjónustu Google, núna er þjónustan að skella á. Á morgun verður þjónustan “live” og ég fæ í pósti kóða til að virkja þjónustuna, aðeins það vandamál að ég get ekki byrjað að spila með controllerunum sem ég pantaði, vegna þess að hann er ekki enn kominn til landsins, það er smá smuga að ég fái þá í hendurnar þann 28. Nóvember, en þá kemur gott fólk frá Þýskalandi og mögulega nær DHL að afhenda controllerana í tæka tíð.

Ég er ekki mesti gamer í heimi, reyndar langt frá því, en ég hlakka engu að síður að prófa. Ég held að um sé að ræða framtíð leikjaspilunar, þó að það geti tekið nokkur ár fyrir þessa framtíð til að raungerast, og ekki endilega að þjónusta Google Stadia verði platformið sem á endanum verður ofaná. Microsoft og Amazon eru t.d. tvö fyrirtæki sem eru mjög öflug í rekstri skýjaþjónustu og ráða fyllilega við að smíða bakenda á pari við bakenda Stadia.

Gangrýni þeirra sem hafa haft aðgang að þjónustunni hefur fyrst og fremst snúið að leikjaframboði í byrjun, með aðeins 12 leiki í byrjun, sem var síðan í morgun aukið uppí 22 leiki, enn nokkuð frá þeim 50 sem Microsoft xCloud þjónustan býður uppá. En engu að síður talsverð bæting.

 • Assassin’s Creed Odyssey
 • Attack on Titan: Final Battle 2
 • Destiny 2: The Collection
 • Farming Simulator 2019
 • Final Fantasy XV
 • Football Manager 2020
 • GRID
 • Gylt
 • Just Dance 2020
 • Kine
 • Metro Exodus
 • Mortal Kombat 11
 • NBA 2K20
 • Rage 2
 • Rise of the Tomb Raider
 • Red Dead Redemption 2
 • Samurai Shodown
 • Shadow of the Tomb Raider
 • Thumper
 • Tomb Raider
 • Trials Rising
 • Wolfenstein: Youngblood

Eins og sjá má, þá eru leikirnir í feitletri þeir sem var bætt í sarpinn eftir á. Tveir sport leikir í NBA 2k20 og Football Manager 2020, sem þéttir leikjaframboðið talsvert.

Þegar ég verð búinn að prófa þjónustuna mun ég setja nokkur orð á blað um það, en dómarnir eru nokkuð samhljóða hjá þeim aðilum sem fengu aðgang að þjónustunni á undan öðrum, að tæknin sé nokkuð áhrifamikil, lagg sé ekki alvarlegt vandamál, þó að það geri vart við sig af og til. Controllerinn er að sögn þægileg blanda af Xbox One controller og DualShock 4.

Vissulega hefur Google með hverju skrefinu frá því að Stadia var kynnt á sviðinu í Mars til dagins í dag, takmarkað þjónustuna aðeins meira, gert aðeins fleiri málamiðlanir. En niðursstaðan er samt sem áður sú að leikjastreymi er orðið að raunverulegum valkosti, og mun aðeins batna héðan í frá og Stadia er þar fremst í flokki.

(Visited 19 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.