Return of the Razr.

Ég ætlaði að skrifa sutta hugleiðingu um Motorola Razr og endurkomu hans á markað, en þá rak ég augun í að Símon.is er bara búinn að því. Sem er miður, því þetta er áhugavert tæki, ekki endilega af því að það sem í því er sé eitthvað merkilegt, örgjörfinn er ekki bara síðasta árs örgörfi, heldur líka low end síðasta árs örgjörfi, skjárinn ekkert frábær, aðeins ein útgáfa af geymsluplássi og fleira í þeim dúr, ekki nóg með það. Heldur kemur hann aðeins í eSim útfærslu sem þýðir að það verður einhver bið í að hann virki hérna á íslandi.

Afhverju langaði mig þá að skrifa um þennan síma? Það er einfalt, forveri hans hefur ákveðinn stall í mínum huga ásamt Nokia 8850 sem fyrstu hero símarnir sem ég man eftir, tæki sem voru eftirsóknarverð, ekki bara vegna þess að þau voru góð, heldur af því að þau voru falleg og markaðssett á þann hátt að þau væri eftirsóknarverð vegna þess eiginleika, 8850 síminn minn, sem vill svo skemmtilega til að er aðeins 1 af 3 Nokia símum sem ég hef átt um æfina, er sennilega fallegasti sími sem ég hef átt, nokkurntíman. En Razr línan tengist beint inní einhverskonar Nostalgíu kast sem öllum finnst af og til gott að heimsækja.

(Visited 34 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar