Það er þekkt í hópi áhugamanna um tækni að Google á mjög erfitt með að halda lokinu á nýjum vörum, eða að þau ákveða að henda þessu bara útí kosmósið og leyfa fólki að kjamsa á því sem er í vændum. Núna verður Google I/O þann 14. Maí næstkomandi og útlit fyrir að fyrirtækið kynni slatta af nýjum vörum, nokkuð örugggt að Google kynni Pixel 8a, sem er næsti “ódýri” síminn í Pixel línunni. Pixel a línan er reyndar ekki lengur ódýr, en hún er viðráðanleg og fyrir ca 50% af verði flaggskips fær viðskiptavinurinn 90% af flaggskipi, ekki svo slæmur díll það.
Það er nokkuð líklegt að önnur kynslóð Pixel spjaldtalva verði kynnt, Pixel tablet 2. Í þetta sinn ekki með hátalara base, en ég hef ekki enn séð neitt um það hvort baseinn frá uphaflegu Pixel tablet muni hlaða þessa nýju eða hvort Google hafi hreinlega yfirgefið þessa hugmynd, sem mér reyndar fannst mjög góð.
Nýtt Google Chromecast with Google TV (já, þáttakandi í vondunafnakeppninni og líklega á verðlaunapall í þeirri keppni) mun að öllum líkindum verða kynnt, en það er kominn tími á refresh, upphaflega tækið var kynnt í Sept 2020 og var á fyrsta degi frekar takmarkað í minni og vinnsluminni. Líklegt að nýja tækið komi með Android TV14 úr kassanum, núverandi platform er fast á Android TV12 og Google virðist hafa hætt að þróað Android TV13 og farið beint í Android TV14.
Að lokum eru orðrómar um nýja Pixelbuds pro, það er kominn tími á meiriháttar refresh á buds línunni að mínu mati.