Nú hef ég meira og minna síðan ég átti One Plus One síma árið 2014 verið í félagi stórusíma unnenda. Nú telst OPO síminn ekki endilega stór en árið 2014 var hann stór. Á þessu er ein undantekning, en það er núverandi Pixel 5 sem ég rokka mér til ómældrar skemmtunar. Þetta er að mörgu leiti einn skemmtilegasti sími sem ég hef átt, þrátt fyrir að vera “sparnaðar” útgáfa af síma frá Google. Hann hefur 6″ skjá í “rammalausu” húsi, svo að segja og þrátt fyrir að vera með nokkuð stærri skjá en OPO síminn minn gamli, þá er húsið sjálft talsvert nettara.
Pixel 5 liggur vel í hendi, með frábæra rafhlöðu og framúrskarandi myndavél, það þrátt fyrir myndavéla uppsetningin sé komin nokkuð til ára sinna. Næsti nýji síminn minn verður Pixel 6 pro. Það er nokkuð ljóst, þá er ég kominn aftur í félag stórusíma unnenda.
En það skilur eftir nokkuð stórann hóp símnotenda sem eru ekki á sama stað og ég, þeir geta vissulega farið í -aö línu Google símanna (þ.e.a.s. ef viðkomandi vill ekki iOS tæki eða Samsung tæki) en þá þarf að gera ákveðnar málamiðlanir. Málamiðlanir sem mögulega ekki allir eru tilbúnir til að gera. Pixel 6 ekki pro síminn (sá minni) verður nefnilega nokkuð stór, hann verður í nokkuð stærra húsi en OPO síminn minn frá 2014, þetta er er fráhvarf frá eldri Pixel línum til og með Pixel 4, þar sem sama tækið nokkurvegin var í boði í stóru og litlu húsi. Vissulega voru notendur að gera málamiðlanir á atriðum á borð við rafhlöðuendingu og skjá. En það var þá meðvitað í stað þess að vera hálf þvinguð málamiðlun í Pixel 6 línunni.
Ég væri mjög glaður ef Google kæmi með minni útgáfu af Pixel 6, til að mæta þessari kröfu fólks sem vill litla síma án málamiðlanna er varðar örgjörva, minni og heilt yfir getu tækisins til að mæta daglegri notkun. Þegar ég segi þetta, þá er ég vissulega að taka rafhlöðuendingu útfyrir sviga. Þetta tæki má alveg kynna um leið og -a- línan er kynnt, en þá þarf að koma þeirri kynningu aftur á vor tímasetninguna sem var áður, frekar en síðsumars kynningu eins og það er nú. Nema að hafa endastkipti á þessu og hetju tækið verði vorkynning og -a- línan síðasumars. Nokkurs konar aftur í skólann kynning. Allavega finnst mér að það þurfi að færa þessar kynningar aftur aðeins í sundur. Það líður of stuttur tími á milli þeirra eins og þetta er í dag.