Mögulega infomercial 5. okt.

Það er svosem ekkert leyndarmál að Google er að fara kynna nýjar vörur núna í haust. Nú eru miklar væntingar gerðar til Pixel 6 sem er á leiðinni, og Google hefur enn haldið áfram með þá stefnu að þegar eitthvað byrjar að leka. Þá kynna þau aðeins af tækinu fyrir almenningi, rétt nóg til að halda fólki forvitnu.

Nú kynnir fyrirtækið oft aðrar vörur á þessum Made By Google eventum sínum, en núna birtst greinarstúfur á CNET sem virðist benda til að það verði einhverskonar vörukynning þann 5. okt. Greinin sjálf fékk ekki að hanga uppi mjög lengi, mögulega vegna þess að hún birtist fyrr en fyrirhugað var. En Mishaal Rahman frá XDA náði engu að síður skjáskoti af greininni og deilir þeim með okkur.

Þarna virðist nokkuð greinilegt að Google ætlar að kynna okkur fyrir nýjum snjallhátalara, mögulega arftaka upphaflega Google Home Max, að það verði það Nest Home Max. En þetta er bara ágiskun mín. Eins mun Maps fá einhverja uppfærslu og kynningu á henni ásamt einhverri ferðavöru, hvort það sé vara sem ætlað er að fara í samkeppni við Booking.com eða Hotels.com eða hvað það er. Erfitt að segja.

En hvað svo sem gerist, að það vitum við að nýju Pixel símarnir verða kynntir á árinu 2021, og vísbendingar eru að sú kynning verði þann 19. okt, og að pöntunum verðu hleypt af stokkunum tveirm vikum síðar. En þetta á allt eftir að koma í ljós.

(Visited 31 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar