Verðin að leka út?

VIð vitum það að verðlagning farsíma er eitt af því allra síðasta sem fær formlega afgreiðslu af hálfu framleiðanda áður en þeir verða kynntir. En núna virðast einhverjar upplýsingar um verðlagningu Pixel 6 og Pixel 6 pro að leka út, amk í Evrópu. Minni síminn kemur líklega til með að kosta um €649.- á meðan pro útgáfan €899.-

Séu þessu verð rétt, sem best er að taka með miklum fyrirvara, þá er nýji Pixel 6 aðeins €20.- dýrari en hinn mjög svo ódýri Pixel 5 frá því í fyrra, en um leið virðist Google telja að allar viðbætur, aðdráttarlinsa, stærri 120Hz skjár, stærri rafhlaða, UWB stuðningur réttlæti €250.- auka verðmiða. Þetta er allt saman óstaðfest enn sem komið er. En það fer að komast mynd á þetta.

Séu þessi verð rétt þá má gefa sér að Pixel 6 hingað kominn frá Amazon í bretlandi leggi sig á ca 130-140 þús og pro týpan á ca 170-180 þús. Til samanburðar þá ef ég man rétt þá kostaði Pixel 5 síminn minn mig 115 þús hingað kominn. Frá Amazon í bretlandi.

(Visited 42 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar