#LaunchNightIn

Núna 30. sept næstkomandi verður búnaðarkynning Google fyrir árið 2020. Þetta ár sem svo sannarlega hefur verið ár áskorana fyrir tækjaframleiðendur. En í reynd hafa framleiðendur verið að kynna mikið af áhugaverðum tækjum og nýjungum. Google er ekki sér á báti þar, þrátt fyrir að kynna Pixel 4a núna síðsumars sem gagnrýnendur og neytendur hafa tekið opnum örmum, frábært tæki á mjög hagstæðum kjörum.

Eitthvað sem ég á von á að verði kynnt, eða ekki kynnt.

Google hefur nú þegar gefið okkur nasaþefin af tvemur símum, sem við erum að kalla Pixel 4a 5G (já, ég veit, hræðilegt nafn) og síðan Pixel 5, sem er ígildi flaggskips síma, þó að það komi til með að vera verðlagt mun hagstæðara en Pixel 4 var. Eigum við að kalla það flaggskip á viðráðanalegu verði flokkinn. En allavega þá reikna ég með að Pixel 4a 5G verði hálf endurunninn Pixel 4a, með stærri skjá og 5G stuðningi á meðan Pixel 5 verður meira premium tæki, með betri skjá og sennilega 120hz skjá. Báðir símarni verða með hina mjög svo vinsælu rammalausu hönnun skjámegin og gati fyrir sjálfu myndavélina. Fingrafaralesarinn er kominn aftur, og á réttum stað eins og alltaf á Pixel símunum (á bakinu).

Nýtt Chromecast verður kynnt, sem mun keyra Android TV og vera í svipuðu formi og Chromecast ultra, mun keyra Stadia (og VPN fyrir okkur sem erumað svindla á Stadia) og vera með fjarstýringu og á að kosta $50 í BNA. Hvar get ég fengið svona?

Það kemur að öllum líkindum nýr Home nest hátalari, upprunalegi Google Home hátalarinn hefur ekki verið til sölu í nokkra mánuði og Google hefur vantað þennan milli stóra hátalara síðan, Max er enn frábær og Nest Home Mini er solid snjallhátalari til að leika sér með. En það vantar eitthvað þarna mitt á milli.

Það er langsótt, en eitthvað er slúðrið að fjalla um nýja Chromebook sem hefur fengið vinnuheitið “Halvor”, en það er sennilegt að þar sé kominn arftaki Pixelbook vélarinnar sem þessi orð eru skrifuð á. Halvor á að keyra á inter Tiger Lake 10nm örgjörfa, bjóða uppá meiri hraða og betri rafhlöðuendingu ásamt 4k skjástuðningi og USB4. Það er svosem ekki mikið meira vitað um þetta tæki annað en að það er á leiðinni, en hvort það verði kynnt núna 30. sept eða seinna er ómögulegt að vita.

(Visited 41 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar