Klippt á kapalinn…

Sem einstaklingur haldinn miklu uppfærslublæti, hef ég alltaf haft mikinn áhuga á one stop shop fyrir sjónvarpsneyslu mína. Ekki að myndlykill Símans sé eitthvað fyrir mér eða trufli mig eitthvað, en þetta er engu að síður áhugamál hjá mér.

Ég keypti mér Chromecast um leið og þau fengust, og streymi gjarnan í gegnum þá lausn, þetta var það sem komst næst því að verða one stop shop, sér í lagi til skamms tíma þegar Chromecast stuðningi var bætt í Sjónvarp Símans appið. Nú er sá stuðningur ekki lengur til staðar. Í staðinn hefur Síminn sett app lausn í loftið, hún birtist fyrst á Android TV, kom síðar á TVOS Apple, og er á leiðinni fyrir LG og Samsung Sjónvörp, að lokum á þetta að verða í boði í vafra. Áður hafði 365 og síðar Sýn komið sínu framboði í applausn, ásamt fínu appi frá Nova, Nova TV og RÚV appi sem alltaf er að verða betra og betra.

Með því að kaupa hið nýja Chromecast með Google TV, t.d. hér eða hér má nálgaast það besta úr báðum heimum, það er komið viðmót og fjarstýring fyrir þá sem vilja hafa viðmótið á stóra skjánum, fyrir hina sem vilja hafa viðmótið í símanum eða spjaldtölvunni er það líka hægt.

Það eina sem vantar er aðgangur að VOD þjónustu þess fjarskiptafélags sem ég er í viðskiptum við, en vegna (vondra) reglna Google, og Apple, þyrfti að greiða 30% “skatt” af þeim tekjum sem verða til í gegnum þessa þjónustu því er eðlilegt að þjónustuveitandi reyni að fría sig þeim skatti.

Allt í allt, þá er framboð streymi appa orðið nokkuð gott, og auðvelt fyrir fólk að tengja eitt tæki við HDMI 1 og þurfa aldrei að fara af því tengi, nema þegar það á að spila einhverja leiki. Nýjasta viðbót Google minnkar þá þörf reyndar aðeins, nú er hægt að setja Stadia, leikjastreymi þjónustu Google, upp á Chromecast og spila leikina beint úr því appi. Á Íslandi þarf reyndar að notast við VPN þjónustu til að þykjast vera annarsstaðar en maður er til að þetta virki, en það virkar “sæmilega”. Amk nógu vel til að ég sé þetta sem framtíð casual leikjaspilunar, og það má endilega nefna það hér. Að Cyberpunk 2077 lenti í allskonar byrjunarörðugleikum á mörgun platformum, en rúllaði mjög vel á Stadia að sögn þeirra sem þekkja til. Það vel að það kom spilurum á óvart.

(Visited 73 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar