Til að byrja með er best að viðurkenna það strax að ég er notandi samfélagsmiðla, ég elska Twitter, ég var mikill aðdáandi instagram, ég elskaði Google+ og ég nota Facebook og SnapChat. Augljóslega er mikill munur á því hvernig ég nota þessa miðla, en ég get þó fullyrt að vera mín á Facebook er fyrst og fremst vegna þess að í gegnum það tól er megnið af tómstundum dætra minna skipulögð. Hina miðlana nota ég mismikið, en Twitter þó mest, …
Blog Posts
Nokkrir vinir mínir hafa heyrt söguna af hinu skiptinu sem mamma reyndi að drepa pabba minn. Eitthvert skiptið sem hann átti afmæli, ætlaði hann að gera vel við vinnufélaga sína og gefa þeim köku í tilefni dagins. Það var bökuð þessi glæislega kaka kvöldið áður, og þegar kom að því að fara með hana í vinnuna á afmælisdaginn ætlaði hann að grípa með sér lítinn og sakleysislegann borðhníf til að skera herlegheitin niður á diska handa vinnufélögunum. Þegar móðir rak …
Í gær birtist næsta útgáfa Android á serverum Google, hún mun vera Q, nema að Google séu að trolla okkur all alvarlega og fari beint í R í lokaútgáfunni. Mögulega myndi Google fara þessa leið vegna afdrifa Nexus Q hér um árið. En, er eitthvað nýtt að finna þarna undir húddinu á þessari fyrstu þróunarútgáfu? Fljótt á litið, þá má segja að það sem við sjáum sé ekki merkilegt, en þó er talsvert nýtt þegar betur er gáð. Sumt er …
Í vikunni sem er að líða skipulögðum við félagarnir í stjórn fjarskiptahóps Ský hádegisverðarfund um fjarskipti, hann var óhefðbundinn á þann hátt að í þetta sinn fengum við tvo erlenda aðila, annarsvegar frá Ericsson og hinsvegar frá Nokia til að segja okkur frá hluta af því sem þessi tvö risavöxnu fyrirtæki í fjarskiptaheiminum voru að kynna á MWC, en ekki nóg með það þá fengum við Guðmund Hafsteinsson og Sæmund E. Þorsteinsson til að setjast í panel og ræða við …
Eins og allir sem þekkja mig vita, þá hef ég skelfilega mikinn áhuga á fjarskiptum og öllu sem þeim viðkemur. Ég vinn við fjarskipti og hugsa um þau nánast alla daga. Ég sit ásamt nokkrum öðrum frábærum einstaklingum í hóp hjá Skýrslutæknifélaginu þar sem við skipuleggjum umræður og fundi um fjarskipti. Ekki síst til að gera umræðuna aðgengilegri. Þann 6. Mars næstkomandi er einmitt einn slíkur fundur. Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið að mæta og fræðast um 5G …
Það vita það svosem allir sem þekkja mig að ég hef sérstaklega gaman af nýjum tækjum… sérstaklega tækjum sem má nettengja á einhvern hátt, ég hef skrifað um það nokkrum sinnum, ég hef t.d. skrifað tvisvar eða þrisvar um símana sem ég hef átt í gegnum tíðina.. Hér og hér amk, ásamt nokkrum færslum um tækin sem ég er að leika mér að í það og það skiptið. Það voru nokkrar ástarjátningarnar til Pixelbókarinnar minnar og eitt og annað fleira …
Núna er ég kominn með rúmlega mánaðar reynslu af nýjasta flaggskipti Google, Pixel 3 XL. Og það er eins og alltaf hingað til, þá erum við að tala um besta síma sem ég hef nokkurntíman átt, það er komin nokkur reynsla eins og ég hef áður skrifað um, en það ætti samt ekki að koma á óvart að nýjasta tækið sé jafnframt besta tækið. Þetta er nokkurnvegin svona: Kubbasett, Qualcomm Snapdragon 845 (10nm) CPU: Octa-core (4×2.8 GHz Kryo 385 Gold …
Stjórn vefritsins hefur áður gefið þetta loforð, en í þetta sinn mun það halda… mögulega, en stjórnin lofar að árið 2019 mun hún verða mun duglegri en fyrri ár að setja inn færslur og hugleiðingar. Með þessum háleitu markmiðum fylgja hugheilar nýárskveðjur til allra vina og vandamanna nær og fjær. Follow @elmarinn …
Stjórn vefritsins vill þakka öllum vinum um velunnurum fyrir árið sem nú er að líða, og um leið senda hugheilar jólakveðjur yfir ethereinn. Á nýju ári skrifa ég um símtækið sem ég fékk í jólagjöf. Follow @elmarinn …
Nýjustu innlegg