Nýlega, nánar tiltekið á CloudNext2019 hélt Google viðburð sem fjallaði fyrst og fremst um þann búnað sem Google hefur verið að framleiða. Og eftir að hafa farið yfir söguna aðeins og sagt frá Pixelbook (sem undirritaður hefur átt í rúmlega ár, og verið mjög ánægður með) og Pixel slate sem hefur fengið mjög misjafna dóma (Raunar var ódýrasta útgáfan svo afl lítil að framleiðslu á henni var hætt nánast samstundis), kynnti fyrirtækið það sem er í pípunum. Árið 2017, kynnti …
Category: Daglegt
Virkilega misgáfulegt raus.
Það er í sjálfusér ekki það einfaldasta að reyna að setja nokkur orð á “blað” um það hvað er nýtt í annarri betu af Android Q, fyrst og fremst vegna þess að það er ekki svo mikið á yfirborðinu sjáanlegt, en þó eitt og annað sem er vert að nefna. Enn sem komið er, eru það aðeins Pixel símarnir sem styðja þessar útgáfur. Betri hljóðstyrksstillingar, ein af stóru umdeildu breytingunum í Android P var að í stað þriggja hljóðstyrksstilla áður …
Á ensku er stundum talað um sleeper hit, t.d. bíómynd sem byrjar rólega í bíóunum en verður svo á endanum, einhverra hluta vegna mjög vinsæl. Nýlega kynnti Apple vöru sem ég held að verði mikið slepper hit, ekki vegna þess að hún eigi ekki eftir að seljast í bílförmum strax í upphafi heldur vegna þess hve mikið betri hún verður seinna á árinu. Apple AirPods er sennilega best heppnaða vara Apple síðan iPhone kom á markaðinn. fyrir nokkrum dögum fengum …
Eins og allir sem þekkja mig vita er ég mjög nýjungagjarn þegar kemur að tech búnaði, reyndar á þessi fullyrðing við um tölvur og síma meira en nokkuð annað. En ég hef mjög gaman af því að grúska í tækjum og þjónustu. Einmitt vegna þess er ég mjög oft spurður ráða um hvaða tæki einhver ætti að kaupa, eða jafnvel spurður útí tæki sem gjöf. En að gefa tæki sem gjöf er ekki alveg svo einfalt, til að gjöfin skili …
Það vita það allir að til að gera hið fullkomna Lasagne, er lykilhráefni tími. Kjötsósan sem á að nota þarf nefnilega að malla í langan tíma, helst 3-4 klukkutíma og ekki er verra ef hún fær að standa yfir nótt. Það er einnig nauðsynlegt hafa góðann Spotify playlista í gangi. Til að gera nóg af kjötsósu í Lasagne fyrir stór fjölskyldu og tryggja að það verði afgangur til að borða daginn eftir þarf ca 1Kg af hakki, oft blanda ég …
19 Mars kynnti Google leikjaþjónustu sína undir nafninu Stadia (á víst að berast fram steidía) Hér er Google ekki að kynna eitthvað sem ekki hefur verið til áður, en þeirra nálgun gæti verið sú sem raunverulega virkar. Í raunveruleikanum er aðeins verið að streyma HD video straumi til viðskiptavinarins og leyfa honum að hafa áhrif á það sem gerist í streyminu eins og að spila tölvuleik á leikjavél í Google Skýinu, þetta er í sjálfu sér ekkert sem ekki hefur …
Í gær tók ég mig til og horfði á kvikmyndina The Dirt, sem er saga Mötley Crüe, byggð á samnefndri bók, með undirtitilinn, confessions of the world’s most notorious rock band. Bókina las ég fyrir nokkuð mörgum árum ásamt bókinni The Herin Diaries eftir Nikki Sixx. Nikki Sixx var alltaf minn maður, og sem unglingur þá elskaði ég þessa hljómveit. Myndin gerði lítið í að slá á aðdáun 13 ára Elmars á Mötley… Annars fylgir myndin bókinni nokkuð vel, og …
Til að byrja með er best að viðurkenna það strax að ég er notandi samfélagsmiðla, ég elska Twitter, ég var mikill aðdáandi instagram, ég elskaði Google+ og ég nota Facebook og SnapChat. Augljóslega er mikill munur á því hvernig ég nota þessa miðla, en ég get þó fullyrt að vera mín á Facebook er fyrst og fremst vegna þess að í gegnum það tól er megnið af tómstundum dætra minna skipulögð. Hina miðlana nota ég mismikið, en Twitter þó mest, …
Nokkrir vinir mínir hafa heyrt söguna af hinu skiptinu sem mamma reyndi að drepa pabba minn. Eitthvert skiptið sem hann átti afmæli, ætlaði hann að gera vel við vinnufélaga sína og gefa þeim köku í tilefni dagins. Það var bökuð þessi glæislega kaka kvöldið áður, og þegar kom að því að fara með hana í vinnuna á afmælisdaginn ætlaði hann að grípa með sér lítinn og sakleysislegann borðhníf til að skera herlegheitin niður á diska handa vinnufélögunum. Þegar móðir rak …
Nýjustu innlegg