Glöggir lesendur vita sem er að fyrir nokkrum vikum uppgötvaði MacRomurs að Netflix hefði hljóðlega fjarlægt AirPlay spilunar möguleika úr iOS öppum sínum. Þetta er aðgerð sem gerir það að verkum að iOS notendur neyðast til að nota TVOS app (eða Netflix appið sem kemur uppsett á snjallsjónvarpinu þínu) Netflix, til að neyta Netflix efnis. Hér vantar smá forsögu og kaldhæðni. Í fyrsta lagi er Netflix að gera nokkra hluti hérna eins og að taka aftur stjórnina á upplifun sinna …
Category: Í fréttum
hugleiðingar vettvangi og annarsstaðar.
Til að byrja með er best að viðurkenna það strax að ég er notandi samfélagsmiðla, ég elska Twitter, ég var mikill aðdáandi instagram, ég elskaði Google+ og ég nota Facebook og SnapChat. Augljóslega er mikill munur á því hvernig ég nota þessa miðla, en ég get þó fullyrt að vera mín á Facebook er fyrst og fremst vegna þess að í gegnum það tól er megnið af tómstundum dætra minna skipulögð. Hina miðlana nota ég mismikið, en Twitter þó mest, …
Nokkrir vinir mínir hafa heyrt söguna af hinu skiptinu sem mamma reyndi að drepa pabba minn. Eitthvert skiptið sem hann átti afmæli, ætlaði hann að gera vel við vinnufélaga sína og gefa þeim köku í tilefni dagins. Það var bökuð þessi glæislega kaka kvöldið áður, og þegar kom að því að fara með hana í vinnuna á afmælisdaginn ætlaði hann að grípa með sér lítinn og sakleysislegann borðhníf til að skera herlegheitin niður á diska handa vinnufélögunum. Þegar móðir rak …
Eins og allir sem þekkja mig vita, þá hef ég skelfilega mikinn áhuga á fjarskiptum og öllu sem þeim viðkemur. Ég vinn við fjarskipti og hugsa um þau nánast alla daga. Ég sit ásamt nokkrum öðrum frábærum einstaklingum í hóp hjá Skýrslutæknifélaginu þar sem við skipuleggjum umræður og fundi um fjarskipti. Ekki síst til að gera umræðuna aðgengilegri. Þann 6. Mars næstkomandi er einmitt einn slíkur fundur. Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið að mæta og fræðast um 5G …
Á undanförnum vikum hafa tvö ofurlítil atriði komist til afgreiðslu þar sem ég hafði á minn hátt ofurlítil áhrif, fyrra atriðið var athugasemd við frumvarp til laga um fjarskipti sem óskað var eftir, athugasemdina átti ég þátt í að semja og varðaði vissulega mjög afmarkað atriði en verður til bóta að mínu áliti og rann að lokum inní frumvarpið og er núna orðið að lögum frá Alþingi. Hitt atriðið átti sér skemmri en samt lengri aðdraganda, en á hverju ári …
Jájá… ÉG veit, það eru allir komnir með nóg, en ég var nú samt með Pixelbókina mína á UTMessunni til að taka niður minnispunkta etc. fyrir sjálfann mig og hugsanlega aðra og niðurstaðan er sú að þetta er frábær vél til að nota á svona eventum, það fer lítið fyrir henni þannig að hún er ekki fyrir manni í þéttsetnum sal, hún er það létt að hún dregur mann ekki niður, og síðan er hún bara falleg… Tæki sem maður …
Af okkur er það að frétta að við höfum bráðnað, 36-42 stiga hiti er einfaldlega of mikið. Follow @elmarinn …
Mig langar til að benda fólki á þennan pistil hans Karls Th. Ég hef verið áskrifandi síðan Herðubreið fór að rukka, og borga með gleði 1 evru og 80 cent á mánuði til að lesa pistlana hans, þessi ákveðni pistill einn og sér er 5 evru virði. Sama má segja um mikið af efni Kjarnans, pistla Dodda og Magnúsar til að mynda, ég myndi svo sannarlega greiða fyrir aðgang að þessum pistlum. Follow @elmarinn …
Allt eftir því hvernig horft er á það, þá annað hvort endaði 2014 á einhverju skemmtilegu, eða að 2015 hafi byrjað vel. Ég s.s. fékk loksins invite til að kaupa oneplusone síma frá oneplus …. þetta getur náttúrlega ekki verið annað en skemmtilegt, hræ ódýrt, en samt með mjög svo áhugaverða spekka. Enda kallaður “flagship killer” af mjög svo hógværum framleiðandanum. Hvernig getur þetta klikkað? Ég bara get ekki séð það. Follow @elmarinn …
Nýjustu innlegg