Bjórást.

Ég hef aldrei, hvorki hér né annarsstaðar farið leynt með dálæti mitt á góðum bjór, í dag er IPA bjór í sérstöku uppáhaldi, og þá set ég Úlf frá Borg Brugghús þar efstan í pýramidann. En í gær tók ég þetta dálæti mitt á nýtt plan, ég fór s.s. að brugga, við Andrés tókum þann pólinn í hæðina að sennilega væri einfaldast að byrja á einhverju eins og hveitibjór, og var hann soðinn í gær og kominn í gerjun í

Continue Reading

Jákvæða fréttin

Í gær á leið heim úr vinnunni hjólaði ég 25 km. sem er talsvert afrek þegar hugsað er til þess að ég bý 500m frá vinnunni minni, en þessi hjólatúr tók mig framhjá Nauthólsvík, í gegnum Fossvogsdal og fleira, það verður að segjast eins og er að þær framkvæmdir sem borgin hefur staðið fyrir undanfarið, bæði í formi reiðhjólastíga en líka útivistarsvæða eru alveg hreint til fyrirmyndar, ég hlakka til sumarsins og að fara að nýta mér þessa aðstöðu sem

Continue Reading

Það þýðir ekki

Varúð, hér á eftir kemur pólitískt rant. Ef þú vilt ekki lesa það skaltu bara hætta núna. Nei það þýðir ekki að fara í fýlu þegar hlutirnir fara ekki eins og til var ætlast, núna upphefst grátkór andstæðinga IceSave III um dónaskap og óbilgirni ESB gagnvart okkur íslendingum, sami kór og söng að dómstólaleiðin væri alveg örugg, sami kór og sagði ESB og EFTA dómstólinn aldrei þora í mál við okkur, að við værum með öll trompin og allt hitt

Continue Reading

Hjólreiðar í kortunum

Veðurspá komandi daga bendir til mikilla hjólreiða af minni hálfu. Einn af ókostum flutninga Mílu á S30 er að ég er ekki nema ca 500 m frá vinnunni minni, en það þýðir í raun að ég þarf að finna mér nokkra hringiu uppá ca 15-20 km sem hefjast á G22 og enda í S30. Það er jú einn af kostum þess að búa hérna megin Elliðaáa að frambærilegir hjólastígar eru normið frekar en hitt, en til að hjálpa mér við

Continue Reading

Union City Blue

Fyrir þá sem horfðu á HM-stofuna á RÚV fyrir tveimur árum, þá varð þessi slagari Blondie ógleymanlegur, í hvert sinn sem ég heyri introið þá sé ég í huganum klippur úr leikjum dagsins og Vuvuzela lúðra. Það er nefnilega synd, lagið er stórskemmtilegt. Synd að tengja það bara HM í fótbolta í Suður Afriku. Mér datt þetta nefnilega í hug þegar ég var að taka aðeins til í Google Music safninu mínu (btw, hefði betur ráðið mér sumarstarfsmann í það

Continue Reading

Akkúrat fimm ára.

Fyrir akkúrat 5 árum fæddist stóra stelpan mín, stelpan sem hefur gert líf okkar ríkara en okkur hefði órað fyrir. Hún kom okkur á óvart þessi elska, eins og svo oft síðan, tveim vikum fyrir tímann. Ég man að ég var á leiðinni á Eldsmiðjuna að sækja Pizzu þegar Steffi hringdi í mig og tilkynnti mér að ég þyrfti að vera fljótur það væri nefnilega kominn pollur á gólfið okkar. Til hamingju með daginn þinn engillinn minn. Follow @elmarinn

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar