Það þýðir ekki

Varúð, hér á eftir kemur pólitískt rant. Ef þú vilt ekki lesa það skaltu bara hætta núna. Nei það þýðir ekki að fara í fýlu þegar hlutirnir fara ekki eins og til var ætlast, núna upphefst grátkór andstæðinga IceSave III um dónaskap og óbilgirni ESB gagnvart okkur íslendingum, sami kór og söng að dómstólaleiðin væri alveg örugg, sami kór og sagði ESB og EFTA dómstólinn aldrei þora í mál við okkur, að við værum með öll trompin og allt hitt

Continue Reading

Hjólreiðar í kortunum

Veðurspá komandi daga bendir til mikilla hjólreiða af minni hálfu. Einn af ókostum flutninga Mílu á S30 er að ég er ekki nema ca 500 m frá vinnunni minni, en það þýðir í raun að ég þarf að finna mér nokkra hringiu uppá ca 15-20 km sem hefjast á G22 og enda í S30. Það er jú einn af kostum þess að búa hérna megin Elliðaáa að frambærilegir hjólastígar eru normið frekar en hitt, en til að hjálpa mér við

Continue Reading

Union City Blue

Fyrir þá sem horfðu á HM-stofuna á RÚV fyrir tveimur árum, þá varð þessi slagari Blondie ógleymanlegur, í hvert sinn sem ég heyri introið þá sé ég í huganum klippur úr leikjum dagsins og Vuvuzela lúðra. Það er nefnilega synd, lagið er stórskemmtilegt. Synd að tengja það bara HM í fótbolta í Suður Afriku. Mér datt þetta nefnilega í hug þegar ég var að taka aðeins til í Google Music safninu mínu (btw, hefði betur ráðið mér sumarstarfsmann í það

Continue Reading

Akkúrat fimm ára.

Fyrir akkúrat 5 árum fæddist stóra stelpan mín, stelpan sem hefur gert líf okkar ríkara en okkur hefði órað fyrir. Hún kom okkur á óvart þessi elska, eins og svo oft síðan, tveim vikum fyrir tímann. Ég man að ég var á leiðinni á Eldsmiðjuna að sækja Pizzu þegar Steffi hringdi í mig og tilkynnti mér að ég þyrfti að vera fljótur það væri nefnilega kominn pollur á gólfið okkar. Til hamingju með daginn þinn engillinn minn. Follow @elmarinn

Continue Reading

Norður Atlantshafsmeistari

Þegar ég bjó heima á Hornafirði fór óhemju mikill tími í spil, á þeim vinnustöðum sem ég vann á voru mörg spil spiluð, Kani, Vist, Hornafjarðar-manni, Togara berta til að nefna nokkur, og það sem ég náði mestum árangi í. Kasína. Í Smugunni á Andey, varð ég til að mynda norður Atlantshafsmeistari í Kasínu. Kasína er gott og skemmtilegt tveggja manna spil, spil sem reynir aðeins að reikningsgetu og fleira sem öllum er hollt að reyna á af og til.

Continue Reading

IBU

IBU er alþjóðleg mælieining, kanski ekki sú þekktasta, en mikilvæg engu að síður, skammstöfunin stendur fyrir International Bitterness Unit og mælir biturleika í bjór. Vissulega er það svo að imperial stout með 50 í IBU getur bragðast minna bitur en English Bitter með 30 í IBU, en það er kanksi frekar vegna þess hve mikið meira malt er í þeim fyrrnefnda. BorgBrugghús framleiðir uppáhalds bjórinn minn þessa dagana, reyndar virðist þeim vera fyrirmunað að slá feilpúst, en Úlfur er alveg

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar