Nýlega var mér bent á að ég hreinlega missti af 12 ára blogg afmæli, það er að segja 12 ár síðan ég fór að blogga á þessum stað með þessu kerfi, hét reyndar b2 eða eitthvað álíka þá… sem var síðan troðið inní það sem á endanum fékk nafnið WordPress. Dásamlegt, skál ég…. í bjór af tilefni Bjórdagsins. Follow @elmarinn …
Author: elmar
Eins og flestir jafnaldrar mínir þá ólst ég upp, hlustandi á David Bowie, manninn með tvo mismunandi augnliti (eitthvað sem ég uppgövaði mun síðar að það var ekki reyndin, heldur að hann hafði fengið höfðuhögg sem ungur drengur sem olli því að annar augasteinninn dróst ekki eðlilega saman og gerði það að verkum að augun virkuð eins og þau væru ekki af sama litnum). Síðustu árin hef ég mikið leitað í smiðju Bowie og hlustað (mismikið) á öll tímabil hans …
Í gær bárust mér fréttir að söngvari sem hafði óbeint verið samferðamaður minn frá árinu 1993 hefði fundist látinn um borð í tónleikaferðalags rútu rétt áður en tónleikar hans áttu að hefjast. En árið 1993 kynntist ég einhveri bestu rokkplötu 10da áratugarins sem hafði reyndar komið út árinu áður platan heitir Core og er enn í dag ein af mínum uppáhalds risavaxin 70’s stadium rokk tónlist uppá sitt besta, STP átti eftir að ferðast með mér í gegnum lífið, hin …
Af okkur er það að frétta að við höfum bráðnað, 36-42 stiga hiti er einfaldlega of mikið. Follow @elmarinn …
Að vanda er það Þýskaland sem varð fyrir valinu sem sumaráfangastaður fjölskyldunnar. Í notalegum sumarhita 25° á Celsíus er fátt sem jafnast á við Þýskaland að sumri. Planið er hvíld, ferðalög og meiri hvíld, ásamt lestri góðra bóka og lærdóms. Er hægt að biðja um það betra? Einmitt já, hlusta á mikið af tónlist heimsækja fjölskyldu og vini og gera allt það sem þarf til að endurnæra andann. Follow @elmarinn …
Fyrst fann ég titring í efrivörinni, síðar fóru hendurnar að skjálfa og að lokum brast út sviti sem rann niður bakið á mér. Hér er ég ekki að lýsa fráhvarfseinkennum af einhverju eða eitthvað álíka spennandi. Nei, þetta er reynsla mín af því að drekka Cold Brew kaffi. Kaffi sem hellt er uppá á þann hátt að taka 250gr af möluðu kaffi og blanda við líter af köldu vatni og geyma í ískáp yfir nótt…. útúr þessu kom ca 300ml …
Þessi sería frá WDR og 1LIVE er mörgum of góð… Algert möst see hjá honum. Mig langar líka að benda á úttekt hans á Under Pressure með Queen og David Bowie…. Follow @elmarinn …
Ég er mikill áhugamaður um lestur, og les mikið. Undanfarin ár hefur þessi lestur færst mikið í stafrænt form. Þó svo að það sé ekki jafn gaman að sitja með rafbók og hefbundna bók. En sérstaklega þegar verið er að ferðast þá er þetta form einfaldlega heppilegra. Eins verður að segjast eins og er að verð spilar mikið inní, nema þegar kemur að íslenskum bókum, þar sem rafræna útgáfan kostar alla jafna jafn mikið og innbunda útgáfan, þetta er eitthvað …
Mig langar til að benda fólki á þennan pistil hans Karls Th. Ég hef verið áskrifandi síðan Herðubreið fór að rukka, og borga með gleði 1 evru og 80 cent á mánuði til að lesa pistlana hans, þessi ákveðni pistill einn og sér er 5 evru virði. Sama má segja um mikið af efni Kjarnans, pistla Dodda og Magnúsar til að mynda, ég myndi svo sannarlega greiða fyrir aðgang að þessum pistlum. Follow @elmarinn …
Nýjustu innlegg