Þeir sem hafa lesið þessa síðu í einhvern tíma vita sem er að ég er mikill aðdáandi Chromebook véla, ég á eina og nota hana daglega og ég hef hægt of rólega orðið mikill talsmaður þessara véla. Vissulega voru góð og gild rök fyrir því að velja Windows fartölvu framyfir Chromebook fyrir nokkrum árum, en hægt og rólega er þeim rökum að fækka og staðan í dag orðin sú að langflestir tölvunotendur gætu vel skipt yfir í ChromeOS án þess …
Author: elmar
Sennilega er Google Pixel 3 og 3XL sá sími sem hefur hlotið hvað kyrfilegasta lekann á síðustu árum, svo kyrfilegur var lekinn að einhver sending til rússland féll af vörubílspalli í hendurnar á rússneskum bloggurum, það þýddi raunverulega það að ekkert sem Google kynnti varðandi þennan síma gat mögulega komið á óvart. Núna er Google að fara að koma með ódýrari útgáfu af Pixel 3 og 3XL sem eiga að heita Google Pixel 3a og 3a XL (jebb við höldum …
Núna í byrjun maí er Google IO sem er sá vettvangur sem Google notar til að kynna það nýjasta sem fyrirtækið er að vinna að og þau tól sem eiga að gera lífið auðveldara, þarna kynnir fyrirtækið nýjasta nýtt í Android og fleira í þeim dúr. Í fyrra var Google Duplex t.d. kynnt, en duplex er næsta skref þróunar á Google Assistant, með duplex hefur aðstoðarmaðurinn öðlast rödd og getu til að verða raunverulegur aðstoðarmaður, hann getur bókað borð á …
Glöggir lesendur vita sem er að fyrir nokkrum vikum uppgötvaði MacRomurs að Netflix hefði hljóðlega fjarlægt AirPlay spilunar möguleika úr iOS öppum sínum. Þetta er aðgerð sem gerir það að verkum að iOS notendur neyðast til að nota TVOS app (eða Netflix appið sem kemur uppsett á snjallsjónvarpinu þínu) Netflix, til að neyta Netflix efnis. Hér vantar smá forsögu og kaldhæðni. Í fyrsta lagi er Netflix að gera nokkra hluti hérna eins og að taka aftur stjórnina á upplifun sinna …
Um daginn færði ég ákveðin rök fyrir því að tölvupóstur væri að mörgu leiti góður samfélagsmiðill, vissulega skortir hann margt sem fólk á að venjast í samfélagsmiðli, en það er líka margt sem mælir með því að nota bara tölvupóst sem samfélagsmiðil. En hann er vissulega ekki jafn dýnamískur og aðrir samfélagsmiðlar. En það er annar möguleiki, og það er eitthvað sem Google hefur verið að byggja upp í Google Photos, en með því að búa til myndamöppu sem maður …
Nýlega, nánar tiltekið á CloudNext2019 hélt Google viðburð sem fjallaði fyrst og fremst um þann búnað sem Google hefur verið að framleiða. Og eftir að hafa farið yfir söguna aðeins og sagt frá Pixelbook (sem undirritaður hefur átt í rúmlega ár, og verið mjög ánægður með) og Pixel slate sem hefur fengið mjög misjafna dóma (Raunar var ódýrasta útgáfan svo afl lítil að framleiðslu á henni var hætt nánast samstundis), kynnti fyrirtækið það sem er í pípunum. Árið 2017, kynnti …
Það er í sjálfusér ekki það einfaldasta að reyna að setja nokkur orð á “blað” um það hvað er nýtt í annarri betu af Android Q, fyrst og fremst vegna þess að það er ekki svo mikið á yfirborðinu sjáanlegt, en þó eitt og annað sem er vert að nefna. Enn sem komið er, eru það aðeins Pixel símarnir sem styðja þessar útgáfur. Betri hljóðstyrksstillingar, ein af stóru umdeildu breytingunum í Android P var að í stað þriggja hljóðstyrksstilla áður …
Á ensku er stundum talað um sleeper hit, t.d. bíómynd sem byrjar rólega í bíóunum en verður svo á endanum, einhverra hluta vegna mjög vinsæl. Nýlega kynnti Apple vöru sem ég held að verði mikið slepper hit, ekki vegna þess að hún eigi ekki eftir að seljast í bílförmum strax í upphafi heldur vegna þess hve mikið betri hún verður seinna á árinu. Apple AirPods er sennilega best heppnaða vara Apple síðan iPhone kom á markaðinn. fyrir nokkrum dögum fengum …
Eins og allir sem þekkja mig vita er ég mjög nýjungagjarn þegar kemur að tech búnaði, reyndar á þessi fullyrðing við um tölvur og síma meira en nokkuð annað. En ég hef mjög gaman af því að grúska í tækjum og þjónustu. Einmitt vegna þess er ég mjög oft spurður ráða um hvaða tæki einhver ætti að kaupa, eða jafnvel spurður útí tæki sem gjöf. En að gefa tæki sem gjöf er ekki alveg svo einfalt, til að gjöfin skili …
Nýjustu innlegg