#MadeByGoogle2019

Nú er það staðfest að næsti viðburður Google fyrir kynningar á nýjum tækjum verður það 15 okt, 2019. Síminn sjálfur er sennilega verst geymda leyndarmál í heiminum, amk varðandi síma. Við vitum að hann verður með 90Hz skjá, jibbí, við vitum að hann verður með tveimur “bak” myndavelum og ToF nema, við vitum að hann verður með þykku enni til að hýsa fullt rassgat af…

Read More

Þegar lekarnir byrja…

Þá getur oft verið erfitt að stoppa þá, Google hefði átt að læra þetta með Pixel 3 í fyrra. En sá sími hafði lekið svo kyrfilega að það var ekkert eftir að segja frá. Ég hef verið með slíkann síma núna í ár, og finnst hann algerlega frábær, fyrir utan hið nánast pervertíska “notch” sem er skelfilegt tískuslys. Slík lausn, á aldrei rétt á sér….

Read More

Orðið á götunni..

Það eru svosem ekki nýjar fréttir að Google Assistant sé varla að spila sömu íþrótt og Siri, hvað þá í sömu deild, þegar kemur að raddþekkingu og úrvinnslu á fyrirspurnum. S.s. hversu nytsamlegur aðstoðarmaðurinn er, (þetta er alveg óháð því hversu kjánalegur mér finnst ég vera þegar ég gelti skipanir á ensku til Google Assistant, því það hefur lítið breyst). En kjaftasögurnar á götunni núna…

Read More

Farsímaljósmyndun.

Það vita það allir sem vilja vita, að besta general purpose farsímamyndavélin á markaðnum er enn þann dag í dag á Google Pixel 3, það fer að breytast fljótlega, ef ekki núna 10 sept, þá í byrjun okt í seinasta lagi. Það ber að geta þess, að jafnvel þó að ég standi enn og aftur við fullyrðinguna, besta myndavélin er sú sem þú ert með….

Read More

Android Q…. er Android 10

Svo, núna eftir 10 ár af áhugverðum eftirréttum kom að því að Google hætti að nefna hverja útgáfu eftir eftirréttum, ég man svo vel eftir því þegar Eclair kom út.. Gingerbread var líka skemmtileg…. Stærsta einstaka breytingin sem ég man eftir var IceCream Sandwitch…. þ.e.a.s. alveg þangað til Oreo kom út, núna erum við á útgáfu númer 9 sem hefur hið dásamlega ófrumlega nafn, Pie….

Read More

90Hz

Það er ekkert leyndarmál að ég er mikill Pixel aðdáandi, og reyndar mikill talsmaður Google ef ég á að vera alveg heiðarlegur. En það ætti ekki að koma neinum á óvart. Ég hef átt alla Nexus/Pixel símana sem komið hafa út frá og með Nexus 4… Eða frá því að Google sagði, “við höfum lagað myndavélina” (Nexus 4) til þess augnabliks sem Google raunverulega gerði…

Read More

Stadia Founders edition

Í dag pantaði ég mér Stadia Founders edition. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Stadia streymisleikjaþjónusta Google sem verður hleypt af stokkunum í Nóvember. En þeir sem þekkja mig þá er ég ekki mikill leikjaáhugamaður, en það getur vel breyst í svona casual gaming hjá mér, t.d. í sumarbústað eða eitthvað slíkt. Til að byrja með reikna ég með að ég þurfi að dulbúast…

Read More

Enn kyrfilegar lekið.

Fyrir nokkrum mánuðum, og aftur fyrir nokkrum vikum, gerði ég grín að því hversu kyrfilega Google, eða einhver annar, náði að leka Pixel 3 og Pixel 3a símunum sem komu frá fyrirtækinu síðastliðið haust og aftur í vor. Þeir lekar áttu það sameiginlegt að Google virtist ekki hafa mikla stjórn á þeim, og við vissum nánast allt um símana þegar þeir voru kynntir. Í tilfelli…

Read More

Project Loon.

Eitt af skemmtilegri verkefnum sem X Development, áður Google X, hefur komið að á undanförnum árum, er project Loon. Fyrir þá sem ekki vita hvað Project Loon er, þá er um að ræða verkefni þar sem Google sá fyrir sér að setja loftbelgi upp í heiðhvolfið í umþaðbil 18km hæð með það að markmiði að veita hinum 5milljörðum manna á jörðinni aðgang að “háhraða” internetþjónustu….

Read More