Nokkrir betri dagar á Pixel 7pro

Nú vita lesendur vel að ég hef verið að notast við láns iPhone í nokkrar vikur, tæki sem ég hef haft mjög gaman af þó það kalli lítið til mín. Til að vera sem sanngjarnastur þá ákvað ég að notast við mitt primary sim kort í þessu tæki á meðan fikti varaði, eina sem ég notaði Pixel 6pro símann minn í á meðan á prófunum stóð var að notast við hann til að nettengja Pixelbókina mína.

Mín niðurstaða var að þó að tækið væri alveg skemmtilegt, þá truflaði 60Hz skjár mig mikið, hann leiðinlega lítill. Myndavélin ekki mikið meira en bara sæmileg. Tækið lá vel í hendi og látbragðsstýringar góðar, þó “tilbaka” látbragðið væri að trufla mig. Að draga frá vinstri inn á skjáinn er mér ekki eðlislægt, en ég er þó tilbúin að gangast við því að hér sé um vöðvaminni mitt að ræða frekar en raunverulegan galla. Kanski að daglegur iPhone notandi gefi þetta frekar upp.

En þá að máli málanna, fyrir nokkrum dögum kom nýjasti Pixel síminn í hendurnar á mér, gullfallegur Pixel 7pro í Hazel lit, svona græn/brún/gyllt litablanda. Hann er í reynd gullfalegur. Með í kaupbæti í pakkanum var lausn í leit að vandamáli. En Pixel úr fylgdi með. Húsið er í rósagylltum lit og bandið í áðurnefndum Hazel lit. Snjallúr sem hefur þann kost að líta út eins og úr.

Ný pixeltæki í kassanum.

Megin sim-kort mitt færðist um leið úr iPhone 14 yfir í Pixel 7pro. Þegar boxin eru opnuð sést haganlega útfærð pökkunin. Tækin liggja þétt og vel í nettum pappaboxum, myndskreytingar látlausar og stílhreinar.

Að vandar þá er uppsetningar of færslu hamur er eins þægilegur og alltaf, ferlið tekur innan við hálftíma að fara frá gamla tækinu yfir í nýtt. Hér skiptir ekki öllu hvort við erum að tala um að tengja tækin beint saman til að færa gögn á milli eða taka úr afriti úr skýinu.

Síminn er eins og búast mátti við, frábær í alla staði, en helsta uppfærsla felst í myndavélum, búið að skipta úr 4x optical aðdrætti í 5x optical aðdrátt, Google lofar 10x aðdrætti næstum án taps og þjöppunar, það á ég eftir að sannreyna betur. Skjárinn er fallegur 120Hz skjár, en að mínu mati ætti alltaf að skamma framleiðendur fyrir að setja ekki amk 90Hz skjá í síma sem ætlaðir eru til manneldis.

Ég er enn á þeirri skoðun að úr sé lausn í leit að vandamáli, þó er ég búinn að lofa mér að bera það í mánuð til að mynda mér betri skoðun. Hér loggar úrið betur hluti eins og göngutúra og aðra hrefingu og gögnin fallega og skilmerkilega birt í Fitbit appinu. Ég veit loksins hvernig ég sef á nóttunni ⸮* Úrið liggur vel á hendi, en eftir 20 ár af úrleysi þá þurfti ég að byrja á að rifja það upp á hvorri hendinni ég rétthentur maðurinn á að bera úr. Badminton æfing var rétt skráð og logguð sem kom mér skemmtilega á óvart því einhverjir notendur töluðu um að úrið þekkti ekki æfingar sjálfkrafa. Auðvelt að setja upp Google Wallet og greiða með því.

Nú þarf einhver innlendur aðili að fara að koma sér upp umboði fyrir þessi tæki til að auðvelda okkur að komast í þessi tæki. En nú eru þau komin í opinbera sölu í skandinavíu, þá ætti eftirleikurinn til íslands að verða einfaldari. Hér þarf að herja á Origo.

*öfugt spurningarmerki er kaldhæðnitákn skv.

(Visited 67 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar