Mögnuð virkni í Android

 Núna þegar jarðskjálftar ríða yfir Reykjanesskagann þá fáum við íslendinar að kynnast virkni í Android sem kynnt var til leiks á Google I/O árið 2020 og rúllað út síðar það ár í Bandaríkjunum og hefur hægt og rólega verið rúlla út til annarra landa síðan.

Allir símar dagsins í dag búa yfir hröðunarskynjara, nema sem nemur minnstu hreyfingar tæksins og hjálpa til við að segja stýrikerfinu hverni síminn snýr, hvort það sé verið að ganga, hjóla etc með símann og fleira í þeim dúr. Þennan skynjara notast Android við til að nema þessar hreyfingar sem við kanski verðum ekki alveg strax vör við. Öll tæki sem nema slíkar örhreyfingar senda boð um þær á “jarðskjálftavakt” Google ásamt grófri staðsetning. Jarðskjálftavakt Google ber þar saman boð úr mörgum tækjum og þá raunverulega úr þeim rúmlega 2ma Android tækja sem hafa fengið uppfærslu í Android 11 og nýtir þau sem nokkurskonar jarðskjálftanema net á jörðinni. Eftir því sem þetta net þéttist verða tilkynningar úr þessu kerfi betri og nákvæmari. Eins þarf að stytta tímann sem þessi vinnsla tekur að taka skemmri tíma, en í dag líða um 10-15 sek frá skjálfta sem á sér stað á Reykjanesskaganum, Fagradalsfjalli eða Keili og þangað til síminn minn fær svona tilkynningu, en það er kanski 2-3 sekúndum eftir að ég finn hann sjálfur heima hjá mér í Reykjavík. Þennan tíma þarf að stytta.

Engu að síður stórbrotin viðbót í Android sem ætti að geta hjálpað okkur hér á eyjunni fögru, spurning hvort allir þessir skjálftar sem nú ríða yfir Reykjanesið hjálpi Google að fínpússa þessa virkni betur.

Skjáskot úr Pixel 6pro

 Eins og sést eru þarna nokkur góð ráð til þeirra sem mögulega upplifa jarðskjálfta, þó sumt af þessu eigi kanski ekki alltaf við í öllum tilfellum. En eins og áður sagði þá þarf að bæta þann tíma sem öll úrvinnsla gagna tekur. 

(Visited 25 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar