Google lekar í fyrirrúmi.

Eins og áður þá hefur Google gengið mjög illa að halda hlutum útaffyrir sig, það lekur bókstaflega allt sem þau ætla sér að kynna. Staðan er sú að ég hreinlega man ekki eftir því tæki sem Google sendi frá sér sem ekki hafði fengið óhólflega lekaumfjöllun, við vitum bókstaflega allt nema mögulega verðið svona ca 2-3 vikum áður en eitthvað kemur frá þeim.

Google mun halda sinn árlega I/O viðburð skv venju undir lok Maí. Allar líkur á blönduðum online og onsite viðburði. En það er ekki það eina sem mun verða kynnt ef eitthvað er að marka lekana. Núna munum við sennilega fá að sjá nýjan “a” síma frá Google, Pixel 6a. Hann mun hafa

-6.2″ OLED Sléttan skjá
–Tensor GS101 kubbasett, sama og 6/6Pro
-6GB/8GB RAM
–128GB Geymslupláss
-4800mAh + 30W hleðsla
–12.2MP(IMX363)+12MP(IMX386) ofurgleið bak myndavél
-8MP(IMX355) Selfiemyndavél
–Android 12
-8.7mm þykkur.

Pixel 6a render

Þarna kynnir Google til leiks nýjan “budget” síma, en þeir hafa verið mjög vel heppnaðir og vinsælir hingað til. talið er að hann komi til með að kosta um $449, sem er sama verð og Pixel 5a með 5G kostaði í fyrra. En ætli Google sér að selja eitthvað af þessum símum þá þarf hann að vera í boði í fleiri löndum en BNA og Japan.

Annað sem líklegt er að við fáum að sjá er nýtt Google Chromcast, með Google TV. (Aftur Google að reyna fyrir sér í vondunafnakeppninni og standa sig vel), en þetta á að vera ódýr viðbót til að keppa við Amazon fire stick og kosta minna en $40. Áhugaverðast er að þessi stautur mun ekki styðja 4K upplausn, en hann mun samt styðja hið ofurvinsæla AV1 kódek sem núverandi Chromecast styður ekki. Þó að styðji 4K streymi.

Að lokum er það síðan úrið sem hefur verið fjallað svo mikið um. Líkur á að það muni heita Pixelwatch, að það verði hringlótt og nettara en flest úr hingað til. Passar s.s. vel á netta únliði þess sem þetta skrifar. Orðið á götunni er að þetta úr muni kosta um $300 þegar það kemur á markað, sem staðsetur það mjög snyrtilega á milli Galaxy watch og Fossil Gen 6.

Mögulega fáum við eitthvað aðeins meira kjöt á beinin varðandi Pixel Notepad sem á að vera samanbrjótanlegur Pixelsími á umþaðbil $1400.-

(Visited 39 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar