CES, Consumer Electronic Show nýlokið.

Að venju er CES fyrsta tækniráðstefna ársins. Þetta hefur hægt og rólega verið að breytast í ráðstefnu fyrir bíla, sjónvörp og undarlegheit. Þessi meginstraums neytenda tækni hefur færst annað. Fyrirtækin farin að kynna vörurnar á sér eigin viðburðum oftast. Mögulega til að stjórna skilaboðunum betur.
Þó þetta sé raunin er oft eitthvað áhugavert á CES, t.d. kynnir Samsung nýjann sveigðann tölvuskjá, og þó að mér finnist hugmyndin um sveigt sjónvarp skelfileg, þá er hugmyndin um sveigðan tölvuskjá frábær. Enda notkunartilfellin mjög ólík, Tölvuskjár ætlaður fyrir einstaklingsnotkun á meðan sjónvarp er oftar en ekki notað af nokkrum í einu.

Google kynnti ákveðnar lausnir sem þau kalla Better Together, lausnir sem ætlað er að samþætta betur símann þinn við aðrar tölvur, byrjar sennilega á Chrome OS tölvum, en á að renna yfir í Windows PC umhverfið síðar. Ég ætla að kalla þetta, reynum að ná Apple samþættingu á notendaupplifun.

Chrome OS og Android tæki eiga ss á næstu mánuðum að fá betri hljóðskiptingu, ef notandi er með FastPair headfóna (það eru allir betri headfónar, sem ekki eru Apple, sem framleiddir hafa verið síðustu 2-3 ár) paraða við Android spjaldtölvu, Android síma og Chrome OS tölvu og er að horfa á eitthvað, t.d. Netflix, YouTube, í spjaldtölvunni og síminn hringir. Þá mun video pásast, hljóðið færast í símann þar sem hægt er að klára símtalið og að því loknu færast aftur til baka. Það verður fróðlegt að sjá þetta í reynd og hversu vel það mun reynast.

Eins mun Chrome OS tölvan þín og Android síminn þinn vinna betur saman varðandi skilaboð, og á að vera hægt að sjá, svara og vinna með öll skilaboð sem koma og er ætlað að fara úr símanum þínum beint á Chrome OS tölvunni þinni og það án þess að setja öll þessi öpp upp á mörgum tækjum.
Allt þetta og meira til er eitthvað sem Apple notendur hafa geta leikið sér með undanfarin ár.
Það er vísir að þessu nú þegar í Phone Hub á Chrome OS t.d. í tilfelli Andoid Messages, sem tengjast á milli Android og Chrome OS á dásamlegan hátt. Google er að sögn að vinna með Intel að þessari samþættingu því aðgengi að sjálfum örgjörvanum mun gera þessa virkni betri og áreiðanlegri. Spennandi tímar á komandi mánuðum.

(Visited 15 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar