Sjónvarpspanell er ekki bara sjónvarpspanell

Það er eiginlega að bera í bakkafullann lækinn að fara að skrifa eitthvað um sjónvörp og skjátækni. But here goes. Leikmannshugleiðingar um skjátækni.

Til að byrja með, þá er best að útskýra á hundavaði muninn á OLED og LED (eða jafnvel síðari QLED) tækni, en í grunninn snýst þetta um hvernig dílar eru lýstir upp, OLED notast við filmu sem leggst á milli tveggja leiðara og gefur sjálf frá sér ljós sem lýsir upp dílinn þegar straumur fer í gegnum filmuna. Fyrst það eru dílarnir sjálfir sem lýsast upp þá þarf t.d. að vera slökkt á þeim til að búa til svartann lit. Tekur burt þörfina á LED baklýsingu í hefðbundnari sjónvörpum. Kosturinn er ótvíræður, svartir litir verða mun betri, skerpa öll önnur og endurnýjunartíðni skjásins öll mikið hraðari. Fyrir svo utan að allt umfang skjásins verður mun nettara. Óskosturinn er t.d. að birtustig slíkra skjáa nær ekki sömu nits tölu og LED tæki.

En hvað er þá þetta QLED?

Þar sem að LG er nánast eini framleiðandi stórra OLED panela í heiminum, stóðu framleiðendur á borð við Samsung, TCL og aðra frammi fyrir því að borga alltaf skatt til LG fyrir panelana, framleiða sína eigin OLED panela sem er erfitt og skilar ekki mikilli framleiðni, eða þróa eigin skjátækni, úr varð einhverskonar markaðsleg brenglunar hugmynd um að QLED væri næstum eins og OLED, meina það er bara eitt smá strik sem skilur á milli er það ekki?

En QLED er samt bara þróuð LED tækni, í stað sjálflýsandi díla, notast QLED tæki við LED baklýsingu, lag af fjórskiptum dílum (quantum dots), LCD matrixu og lita filter. Þetta er gott kerfi sem gefur okkur frábæra birtustýringu t.d.. Þessi tækni hefur ótvíræðann kost á norðlægum slóðum yfir sumartímann þá er hægt að stilla birtustig nógu hátt til að vel sé horfandi á sjónvarpið, þetta er erfiðara á OLED skjáum vegna þess hve mikið daufari sjálflýsandi dílarnar eru en OLED tækni notast eins og áður sagðisjálflýsandi sjálfstæða díla og litafilter, þetta er ástæða þess að þau eru svona mikið þynnri en QLED tæki. Og án LCD matrixunnar þá verða áhorfs hornin mikið nær því sem gerist í raunveruleikanum. En litafilterinn deyfir einnig birtustig OLED díóðanna.

Þau fyrirtæki sem eru í OLED liðinu á borð við LG, SONY, B&O etc hafa haldið sig við þá stefnu, einmitt vegna kostnaðar við panelinn að notast aðeins við OLED í dýrari tækjunum sínum, það hefur amk gefið markaðslega tilfinningu fyrir því að OLED tæknin sé aðeins notuð í premium sjónvörp. OLED er langt í frá fullkomið en eins og áður sagði, þá ná þau bara ekki sama birtustigi og QLED tæki á íslandi um sumar getur þetta t.a.m verið vandamál. Viðskiptavinir velja oftar en ekki bjartara tækið þegar þau standa hlið við hlið.

OLED fær samkeppni frá Samsung.

Til að bæta aðeins í skamstöfunar flóruna þá er “ný” OLED tækni farin að ryðja sér til rúms. Ég set ný innan gæsalappa, því eins og að QLED er ekki ný LED tækni heldur aðeins þróun á henni, þá er QD-OLED ekki heldur ný tækni, heldur þróun á OLED tækninni. Við erum enn með sjálfstæða sjálflýsandi díla sem ná betur að herma raunverulega liti og skerpu. En Samgsung hefur náð forskoti í þróun QD-OLED meðal annars til að taka á helstu göllum OLED tækninnar, bæta birtuna án þess að fórna skerpu og litahermun. Þetta næst að hluta til með því að skipta OLED upp í fjóra díla, þar sem hver díll er ákveðinn litur og um leið að leyfa hvítum að sleppa alveg við að fara í gegnum litafilter, því slíkir filterar deyfa ljós. Mögulega með þróun þessarar tækni þá verður hægt að framleiða OLED panel án litafilters, og með því yrðu OLED panelar ódýrari í framleiðslu.

Við gætum farið að sjá fyrstu QD-OLED tækin á þessu ári.

(Visited 44 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar