Surface á Íslandi, Laptop GO

Nýlega í Tæknivarpinu vorum við félagarnir að ræða Surface á íslandi og aðgengi að þeim. Það er vissulega ákveðin áskorun að nálgast þessi tæki en fyrir áhugasama þá er það alveg framvkæmanlegt.

Nýlega fékk ég tam að Surface Laptop Go til láns sem er nett “sófavél” með 12,4″ skjá og inni erum við að tala um intel i5 1035G1 örgjörva með 8GB í vinnsluminni. Uppgefið segir Microfoft að vélin nái 13tímum á rafhlöðu, það er ekki mín upplifun en ég hef líka verið að nota véliina í meira en bara hefðbundna sófanotkun. Það hefur sennilega haft áhrif á þessa niðurstöðu mína.

Skjárinn er ágætur en ekki frábær, nær aðeins meira en 720p upplausn, á 1536×1024 í 3:2 formatti. Vélin eins og hún stendur kostar um 250þús og myndi nýtast aðila í háskólanámi mjög vel, hún er létt eða rétt rúm 1,1kg og meðfærileg. Vélin er falleg, fæst í nokkrum litum en sú sem ég er með í láni er ljósgrá, stílhrein og falleg. Fingrafaraskanni fyrir Windows Hello í power takkanum og stórt og gótt microsoft mús “skafkort”. Lyklaborðið gott venst vel og með góða endugjöf, það sem hinsvegar vantar er íslenskt lylaborð og ég vil hafa lyklaborðin baklýst sem þetta er ekki.

Surface Laptop GO

En það sem mér finnst takmarkandi eru takmarkaður fjöldi tengskila, aðeins 1stk USB-A, 1 stk USB-C og 3,5mm headfone jack auk sér hleðslutengis. Þetta er vél sem hefði mjög gott af uppfærslu og þá má alveg losa út USB-A tengið og sér hleðslutengið og bæta við tveimur USB-C tengjum og HDMI tengi.

Tengiskila úrval LaptopGO

Fyrir þessa samsetningu má alveg færa rök fyrir því að 250 þúsund sé mikill peningur og í heimi þar sem 7 við gætum ekki gefið 7 í einkunn, þá fengi þessi vél 6 af 10. En það er samt ekki alveg sanngjörn einkunn. Hún er vel samsett, ál í lokinu og einhver plastblanda með gler þráðum, en sama hvað Microsoft segir, þá er þetta plast. Vandað plast sem upplitast sennilega ekki en plast engu að síður.

Það er ekkert sem beinlínis mælir á móti þessari vél, en að sama skapi fátt sem beinlínir mælir með henni, fyrir sama pening fæst alveg jafn góð Chromebook, ef ChromeOS uppyfllir þarfir þínar. Eitthvað sem ég er sannfærður um að það gerir í mjög mörgum tilfellum.

Eitt sem ég gerði sem mitt fyrsta verk var að uppfæra vélina í Windows 11, sem er velkomið uppfærsla á Windows, lítið sem truflar mig sem WIndows notanda og á jafn litlum skjá og um er að ræða þá truflar það mig lítið að Start Hnappurinn sé miðjusettur í stað hefðbundinnar staðsetningar vinstramegin. VIðmótið er fallegt og stílhreint og um leið kunnuglegt allar aðgerðir eitthvað sem notandi þekkir. En þó þarf ekki að grafa langt til að lenda í Win9x arfleifð. Það er hefur samt meira með þróunaraðila hugbúnaðar að gera en beinlínis Microsoft. Nema þá mögulega að Microsoft sé ekki nógu duglegt að ýta þessum aðlinum í að notast við nýtt hönnunartungumál Windows.

Allt í allt ætti þessi vél að amk að koma til greina þegar fólk fer í háskólanám og vantar nýja vél til að vinna á. Hún er það létt og meðfærileg að hún ætti að fljúga í hvaða bakpoka og tösku sem er. Rafhlaðan ætti að duga í hefðbundinn skóladag fari hún fullhlaðin úr húsi að morgni.

(Visited 39 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar