Android 12 Beta 4.

Undanfarin ár hefur Google eytt mikilli orku í að tryggja betri upptöku í uppfærslum fyrirtækja í nýjustu útgáfu af Android, vissulega skiptir talan á stýrikerfis útgáfunni ekki öllu máli eftir að Google færði meirihluta þess sem raunverulega skiptir máli uppá stöugleika og öryggi frá kjarna stýrikerfisins yfir í eitthvað sem kallast Google Play services. Þá er alltaf eitthvað heillandi fyrir okkur sem þjáumst af uppfærslu blæti.
Ég er einn þeirra.

Nýjasta betan af Android 12, sem er sú fjórða í röðinni og jafnframt sú síðasta fyrir endanlega útgáfi er eitthvað sem ég er farinn að keyra á mínum Pixel 5, ég reyni alltaf að halda aftur af mér fram að þessari síðustu betu áður en ég set þetta upp á það tæki sem ég nota dags daglega. En lokaútgáfan er vananlega mjög stöðug, komin með meirihluta allra þeirra breytinga sem stendur til að fara útí og mögulega aðeins eitthvað hér og þar sem á eftgir að tjúna betur til.

Í stuttu máli þá er ég mjög ánægður með nýjustu útgáfun, útlítið ferskt en samt ekki. Rúnnuð horn utum allt, skemmtilegar hreyfimyndir þegar ýtt er á takka, hvort sem hann er hugbúnaðar eða raunverulegur. Allra færslurennur, eins og birtistig skjás, hljóð í hátalara eða hvað sem það er orðið stærra og auðveldara að hitta á rétta rennu.
Tilkynningar, sem er svið þar sem Android hefur alltaf verið mikið mun betra en samkeppnisaðilinn, eru enn búnar að batna og greinilegt að mikil vinna hefur farið í að þróa þessa hlið áfram sem þó er svo góð. Þægilegra er að vinna með tilkynningar hvort sem er í heild, einstakar eða frá einstaka appi.

Dásamleg viðbót er að fá græna doppu efst í hægra hornið til að láta vita ef eitthvað app er að nota myndavél eða míkrafón, ferli til að stjórna leyfum einstakra appa hefur verið einfaldað til muna, svo fátt eitt sé nefnt.

Samsung hefur gefið til kynna að nýjustu símar þeirra fái uppfærslu í Android 12 í krinum sept/okt á þessu ári, en eldri símar í kjölfarið. Pixel símar fá þessa uppfærslu strax og OnePlus hefur hingað til verið á svipuðum tíma og Pixel símanir með sína uppfærslu.

Þetta er allt saman í rétta átt. Frábær uppfærsla myndi ég halda fram.

Í öðrum fréttum, þá er nýjasti sími Google Pixel 5a á leiðinni í (fáar) hillur, hann ætti að lenda á allra næstu dögum og talað er um að hann muni kosta um $450 á fullu verði, mjög samkeppnishæft verð fyrir síma sem er að mörgu leiti eins og sambland af Pixel 5 og Pixel 4a 5G.
Ég bíð hinsvegar eftir Pixel 6, kem til með að setja nokkur orð niður um hann síðar.

(Visited 47 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar