- Langar mig að sjá Google reyna sig aftur með alvöru High End Pixel síma. Það er nánast samdóma álit allra að Pixel línan árið 2020 hafi verið frábær, nálgast viðfangsefnið af hógværð og hitt í mark varðandi alla grunn þætti snjallsímans. Frábær rafhlöðuending, góðir skjáir og best in class myndavél.
Núna langar mig að sjá Google endurtaka leikinn með alvöru top of the line spekkum. Það er sér í lagi farið að verða aðkallandi að uppfæra myndavélaneman, þó ekki væri nema til að þagga niður í efasaemdarröddum sem vilja meina að núverandi nemi sé ekki nógu góður. Það sem mælir gegn því að uppfæra nemann er hve vel Google þekkir núvernadi nema, bæði kosti hans og galla. - Mig langar að sjá Google gefa okkur nýja chromebók, úr PixelBook línunni, eitthvað sambærilega útlítandi og mín Pixelbook, refresh dugir mér alveg. Reyndar má Google alveg endurskoða heimilistölvu nálgun sína, og amk sparsla aðeins uppí sprungurnar á núverandi nálgun, þær eru farnar að verða leiðinlega augljósar þeim sem vill sjá þær þessi misserin.
- Þessi er meira svona fyrir markaðinn í heild frekar en mig persónulega. Af því að ég er ekki snjallúra notandi og er svo mikil risaeðla að ég sé ekki þörfina á þeim. En það þarf að sýna Wear OS talsverða ást, og það þarf að sameina stefnuna þar undir. Fossil er í dag að gera áhugaverðustu hlutina með Wear OS, en kaup Google á FitBit, sem framkvæmdastjórn ESB hleypti nýlega í gegn, hljóta að vera innlegg í þá stefnu. Þetta er svið sem þarf að laga.
- Það mætti veita Stadia smá ást líka, en núna í desmber fékk Stadia sína jákvæðustu umsögn frá því að veitunni var hleypt af stokkunum. Cyberpunk 2077 var ekki hræðilegur á veitunni, heldur þvert á móti nokkuð smúþ og lítið um glitcha. Um að gera að nýta þennan meðvind til að gera þjónustuna frábæra. Uppfæra sýndarvélarnar, stækka markaðssvæðið. Fleiri exclusive leiki. Launch day AAA leiki.
- Halda áfram hljóð vinnunni, frábær Nest Audio á árinu 2020 kallar á arftaka Google Home MAX á árinu 2021, Nest Audio Max.
Allt þetta er eitthvað sem ég held að Google geti vel framkvæmt á nýju ári, það þarf bara að vilja vinna leikinn.
(Visited 43 times, 1 visits today)