Vopnahlé í streymisstríðinu?

Það virðist allavega á yfirborðinu rétt í tækatíð fyrir jólahátíðarnar þá sýnist manni sem svo að allir eða flestir leikarar á stóra sviðinu í streymisstríðinu hafi samið einhverskonar frið.

Roku og HBO/Warner Media hafa samið um aðgang þess síðarnefnda að 46 milljón viðskiptavinum þess fyrrnefnda. Hugsanlega hjálpaði ákvörðun HBO að frumsýna nokkrar stórar myndir samtímis á streymi og í kvikmyndasölum.
Apple og Google virðast einnig hafa samið nokkruskonar frið, Apple TVplus appið mun birtast á Android TV platforminu snemma á næsta ári, það rétt eftir að Apple Music þjónustunni var hleypt af stokkunum á Android. Verður Apple TVplus mér vitanlega þriðja app Apple á Android.
Nú er bara að bíða og sjá hvort sú staðreynd að Google fann leið til að veita Stadia þjónustu á iOS framhjá Appstore reglum Apple hafi einhver áhrif á þennan nýfundna frið á milli fyrirtækjanna.

Svona rétt til að viðhalda einhverskonar “venjulegheitum” þá eru Apple og Facebook í stríði þessa dagana.

(Visited 15 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.