Það er eins og ég reit í titilinn hérna að bera í bakkafullann lækinn að segja frá vandræðum Google þegar kemur að sannfærandi messaging formúlu, allt frá þeirri frábæru hugmynd sem Google Hangouts var, yfir í skelfinguna sem var Allo (þjónusta sem ég notaði og hafði gaman af, en fáir notuðu).
En uppá síðkastið hefur fyrirtækið tekið sig taki og ákveðið að Messages appið sem kemur með hverjum og einum Android síma verði þeirra leið að iMessage klóni, það byrjaði sem einfalt SMS app, en með því að virkja RCS hefur tekist að bæta virkin þjónustunnar mikið, eins hefur löndum fjölgað mikið þar sem þessi þjónusta er í boði, til að byrja með ætlaði Google farsímafélögunum að setja upp eigin RCS þjón til að keyra þjónustuna, en þegar þessi 3 stóru í Bandaríkjunum fóru að draga lappirnar gangsetti Google einfaldlega sína eigin RCS þjóna og hófu að keura þessa þjónustu fyrir notendur Android.
Hingað til hefur framboð landa með þessa virkni verið takmörkuð, en til skammstíma var til bakdyraleið að þessari þjónustu sem hefur nú verið lokað. En í hverjum mánuði bætast við lönd þar sem þessi þjónusta er í boði, það hlýtur að fara að koma að íslandi.
En hvað er RCS? RCS (Rich Communication Services) er staðall sem byrjað var að vinna að árið 2007 sem arftaka SMS, árið 2008 var þessi vinna færð undir vænd GSMA, sem hefði átt að gefa þessari vinnu aukna vikt. En á meðan vinnan tafðist varð SMS að frábærri tekjulind farsímafélaga í heiminum, tekjulind sem hefur þornað upp í samkeppni við þjónustu á borð við iMessage, WhatsApp, FB messenger og allt hitt. Allt saman þjónusta sem býður uppá mun meiri möguleika en SMS sem er aðeins texta byggð skilaboð. RCS er ætlað að bjóða uppá allt það sem þjónusta á borð við áðurnefnd forrit gera, staðfestingu móttöku og lestrar, stærri myndir, viðbrögð við skilaboðum og allt hitt. Ofan á þetta, kemur sá ómetanlegi kostur að skilaboð detta niður á SMS lag þegar/ef gagna tenging rofnar. Eins og í iMessage. Á meðan bakdyrnar voru virkar, þá prófaði ég þessa virkni og hún virkar frábærlega. Get staðfest það.
Síðan Google hóf að veita RCS þjónustu hefur fyrirtækið fengið mikla gagnrýni á að bjóða ekki uppá dulkóðun samskipta enda á milli, eins og iMessage, WhatsApp og fleiri gera. Það lítur nú út fyrir að það sé að fara að breytast. En í nýlegri “internal” úgáfu af appinu, má sjá færslur þess efnis að hægt verði að dulkóða samskipti end-to-end, en hafa ber í huga að þessi dulkóðun á sér aðeins stað á meðan skilaboð eru send sem RCS eru þau dulkóðuð, en alveg eins og íMessage, að fari sendingin niður á SMS lag, eru þau ekki lengur dulkóðuð. Þetta er veikleiki sem fyrirtækin eru ekki nógu dugleg að láta notendur vita af. En gott að hafa í huga.