#StreymiStríð mun Covid-19 hafa áhrif?

Ég hef áður skrifað örfá orð um streymistríðið sem hófst þegar Netflix tók þá stefnu að framleiða mikið af eigin efni í stað þess að láta hefðbundna aðila framleiða efni og kaupa það af þeim. Sú ákvörðun að mörgu leiti neyddi aðila eins og HBO, Disney, CBS og aðra til að fara í að útbúa sína eigin streymisveitu, ákvörðun sem gerir það að verkum að í stað þess að neytendur geti fyrir fasta upphæð á mánuði fyrir aðgang að öllu heimsins efni, jafnvel þó að efnið væri mögulega ársgamalt þegar það lenti á Netflix, þá lenti það í upphafi þar. Það er ekki staðan í dag.
Netflix ákvað að fara í mjög mikla framleiðslu á eigin efni, og lendir þar af leiðandi í því að leiðin til að fá gamalt og gott efni á borð við Friends á veituna verður mjög dýrt ef það er á annað borð mögulegt.

Samkeppnin..

Í dag er það svo að neytendur hafa val, í tilfelli Netflix kostar það neytendur ca $12 á mánuði að fá aðgang að ca $17milljarða á ári efnisframleiðslu, fyrir Amazon Prime er breytan aðeins flóknari, en ef neytendur velja aðeins Amazon Prime Video kostar það ca $6 á mánuði fyrir aðgang að ca $6milljarða á ári efnisframleiðslu (eða sem hluti af Amazon Prime áskrift sem kostar $120 á ári). Apple TV+ kostar $5 á mánuði og það kaupir aðgang að ca $6milljörðum í efnisframleiðslu á ári, eða kaupa nýja iEitthvað vöru, síma eða spjaldtölvu. Og að lokum, í þessari mjög svo yfirborðskenndu yfirferð, þá kaupa $15 á mánuði aðgang að $3,5milljarða á ári efnisframleiðslu HBO.

Niðurstaðan

Það er í raunverulega engin niðurstaða, í þessari mjög svo grunnu yfirferð var ekkert farið í að skoða gæði efnisins sem veiturnar eru að framleiða, aðeins skotið mjög gróft á það hversu mikið þær eru að fjárfesta í eigin framleiðslu. HBO er þekkt fyrir framleiðslu á gæðaefni, en það er erfitt að sannfæra neytendur um að borga mánaðarlega áskrift að þjónsutu hafa aðeins eina til tvær nýjar seríur á ári. Sama er að segja um hinar veiturnar, fyrir utan Netflix, að þær eiga erfitt með að selja fólki hugmyndina um að borga mánaðarlega og gefa aðeins aðgang að nokkrum nýjum seríum á ári. Um gæði Netflix seríanna má endalaust deila, en það er pínulítið eins og með videoleigurnar í gamla daga, ca 15% framboðsins var mjög gott, 15% allt í lagi, en restin eiginlega bara sorp.

Einhver auka breyta?

Núna þegar Covid-19 fer mjög illa með frumsýningar allra kvikmyndaveranna segir sagan að þau séu að reyna að selja kvikmyndir til frumsýningar á þessum veitum, Hulu hefur að sögn fengið 50 slík tilboð og Netflix meira en 100. Hér er vissulega ekki verið að tala um risavaxna titla sem hafa frestað frumsýningu en kvikmyndir á borð við “The Lovebirds,” sem átti upphaflega að frumsýna á South by South-West hefur Netflix nú þegar samið við framleiðendur um dreifingu á, Amazon hefur fengið boð um að kaupa réttinn á “My Spy” og fleira í þeim dúr. Covid-19 er amk tímabundið og mögulega varanlega að breyta áratuga gamalli hefð Hollywood að veita kvikmyndir í ákveðna “sýningar glugga” þar sem kvikmyndasalir eru fyrsti glugginn, pay-per-view gluggi nr 2 og streymisveitur einhversstaðar þar langt á eftir.

(Visited 36 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.