Spádómar fyrir 2020.

Það er alltaf gaman að reyna að rýna í framtíðina og sjá hvað mun gerast, það er líka frábær leið til að setja eitthvað blað sem mun koma aftur og gefa fólki færi á að gera grín að þér. En ég ætla samt að prófa, og hugsanlega verða 1-2 þessara spádóma eitthvað sem ég get fullyrt að munu rætast á árinu.

5G verður ekki lífsnauðsyn á árinu.

Ekki láta ljúga að þér, uppbygging á 5G mun hefjast á íslandi á árinu 2020, en almennur notandi þarf ekki á þeirri tækni að halda, það verður mjög gaman, sérstaklega í byrjun. Svona eins og netupplifun í upphafi LTE var frábær. En hefur í dag, með aukinni mettun kerfanna versnað. 5G verður mjög mikilvæg tækni, en ekki á árinu 2020.

Skjáir verða götóttari, og hraðari.

Þegar ég segi götóttari, þá meina ég að skjágatið fyrir myndavélina er eitthvað, og verður það áfram. Samsung er t.d. að fara að selja Galaxy S11/20 með götuðum skjá, með Huawei og OnePlus á götótta vagninum líka. Framleiðendur skjáa eru líka alltaf að verða betri og betri í að gera gatið nettara og minna uppáþrengjandi. Við sjáum alveg hver þróunin verður, myndavélar og nemar verða undir OLED skjánum og skjóta í gegnum skjáinn, en við erum ekki alveg komin þangað.
En skjáir verða líka hraðari, Google með sinn 90Hz skjá á Pixel 4 línunni verður bara rétt ásættanlegt, hefðbundnir 60Hz skjáir verða eitthvað sem neytendur horfa til með vorkunnarglampa í augum. Samsung og Huawei eru búin að gefa það út að 120Hz eru hin nýju 60Hz.

Símar halda áfram að verða dýrari, nema þeir sem verða það ekki.

Það eru allar líkur á því, að ef þú lesandi góður ert flaggskipsmegin í lífinu að síminn þinn árið 2020 verði dýrasti sími sem þú hefur á æfinni keypt þér. Hinsvegar ef markaður fyrir hagkvæm flaggskip, t.d. Pixel 3a/4a línan eða Samsung Galaxy S10e heldur áfram að gefa notandanum 90-95% af upplifun flaggskips, á 60-70% af verðinu, þá getur vel verið að síminn þinn 2020 verði eitthvað ódýrari.

Samsung verður áfram stærst.

Samsung hefur hagnast mikið á slagsmálum Bandaríska alríkisins við Huawei, með nýjann Galaxy S11 (eða 20), 120Hz skjá, allt að 5000mAh rafhlöðu og 5X aðdráttar myndavél mun síminn höfða til mjög margra neytenda. Þið megið vel gera ráð fyrir því að Samsung muni markaðssetja þennan komandi síma með þessum tæknilegum eiginleikum, sérstaklega skjánum og 5x aðdrætti, sem eitthvað sem iPhoneinn getur ekki jafnað.

Áfram kaffi.

Ég mun áfram drekka of mikið kaffi sér í lagi með nýrri cold brew græju sem ég fékk í jólagjöf, verður meira af kald brugguðu kaffi á boðstólum hjá mér.

Nýr sími á árinu 2020.

Ég mun eignast nýjann síma á árinu 2020, sennilega nóv/des 2020.

(Visited 138 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar