Nokkrir dagar með Pixel 4XL

Það ætti ekki að koma neinum lesanda vefritsins á óvart að ég sé áhugamaður um Pixel símana frá Google. Ég hef átt þá alla, í XL útgáfunni, utan 3a, sem miðju dóttir mín fékk í venjulegu útgáfunni.

Frá upphafi snerist Pixel verkefnið frekar snúist um að veita notendum bestu mögulegu upplifun af Android, frekar en að haka í einhver spekka box. Vissulega hafa símarnir alltaf verið vel spekkaðir, en aldrei í alveg efstu hillu. Símarnir hafa frá upphafi t.d. verið sýningarpallur fyrir frábæra myndatöku, án þess þó að Google sé að nota einhverja sérhannaða íhluti í myndavélina.

Pixel 4XL er engin undantekning, hann er “aðeins” með 6GB í vinnsluminni sem þykir ekkert rosalega mikið í dag, Geymslupláss uppá 64 eða 128GB, er ekkert rosalegt heldur. Snapdragon 855 örgjörvinn er góður, en alls ekki sá allra nýjasti, og meira að segja má segja að Google með sinn haust síma sé einn af síðustu framleiðendum til að nota þann örgjörva í sitt flaggskip. Og svona mætti lengi telja. Í reynd má segja að það eina sem er af fínustu gerð sé skjárinn, hann er frábær. Það eina sem ég get mögulega sett útá hann, er að hann er ekkert rosalega bjartur. Önnur tækni af fínustu gerð í tækinu er andlitsskanninn og Soli radar (sem ekki er virkur á íslandi), andlitsskanninn er virkilega hraðvirkur, og virkar meira að segja á hvolfi, reyndar má segja að hann virki of vel, en hann aflæsir tækinu jafnvel þó að notandinn sé með lokuð augun, sem eru frekar aulaleg mistök af hálfu Google.

Myndavélarnar hafa alltaf verið það sem átti að aðgreina Pixel frá keppinautunum, og hingað til hafa keppinautarnir verið í vandræðum með að jafna síðasta árs Pixel á nýjum tækjum. Það breyttist í ár, þegar Apple leggur verulega árherslu á að ná myndavéla krúnunni aftur af Google. En í mörg ár gat Apple alltaf sagt að iPhone væri með bestu myndavél í farsíma, en síðan Pixel kom á sjónarsviðið þurfti Apple að breyta um markaðssetningu og segja iPhone myndavélina vera vinsælustu farsíma myndavélina í heiminum.

Nú er ég búinn að vera með 4XL í nokkra daga, og hann er dásamlegur í alla staði, myndavélin frábær, líklega hefur hún náð krúninni aftur af Apple, en það er meira smekksatriði en eitthvað annað, Pixel myndavélin hefur ákveðið lúkk, og ákveðna stemningu sem iPhone myndavélin hefur ekki. Að sama skapi hefur iPhone í dag linsu sem Pixel skartar ekki, þ.e.a.s. gleiðlinsu, sem gefur frábær tækifæri til að gera skemmtilega hluti nálægt viðfangsefninu.
Rafhlöðuending Pixel 4XL er ágæt, en ekki frábær, ég gef mér að hún sé slæm á minni símanum, en það má segja Google til hróss og lasts að frá upphafi þá hafa báðir símarnir verið mjög sambærilegir að öllu leyti öðru en skjástærð og rafhlöðu. Myndavélin t.d. alltaf sú sama í báðum tækjum.

Útlitlslega þá finnst mér þetta tæki vera það allra besta hingað til, hinn mjög svo ljóti “notch” er farinn, og komið enni í staðinn sem hýsir nema, hátalara og sjálfu myndavél. Í þetta sinn taldi ég mig vera nógu mikinn hipster til að taka hvítann síma, með ferskjulituðum power hnapp. Ég sé ekki eftir því. Hvíta útgáfan er dásamleg.

Myndavéla húsið á Pixel 4XL

Húsið utan um myndavélina finnst mér koma sérstaklega vel út á hvítu útgáfu símans.

Framhlið.

En að framan er hann frekar venjulegur að sjá, sérstaklega áður en Ambiend display er virkjað á tækinu.

Allt í allt, þá er þetta verulega góð uppfærsla frá Pixcel 3 XL, sérstaklega útlitslega, en líka í hugbúnaði, og gesture navigation í Android 10 er loksins komið á þann stað að notandanum finnst sú aðferð til að vinna í símanum vera eðlislæg.

Eins og öll fyrri ár, þá er hægt að kaupa símann í verslunum Símans og hugsanlega verður hann líka til hjá Nova og Vodafone.

(Visited 162 times, 1 visits today)

2 comments On Nokkrir dagar með Pixel 4XL

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar