Streymistríðið..

Nú hefur Netflix sagt markaðnum hvernig gekk á síðasta fjórðungi, tekjur á hressilegri uppleið, áskrifendum fjölgar, og eru núna rúmlega 158milljón á heimsvísu. Sennilega hefur 3 sería af Stranger Things haft jákvæð áhrif á streymisrisann. En núna þegar Netflix hefur staðið í samkeppni við aðrar sreymisveitur á borð við Hulu, Amazon Prime, YouTube og línulega dagskrá í áratug fær Netflix að kenna á alvoru samkeppni, Disney sem á allt efni undir sólinni nánast setur Disney+ í “loftið” 12 Nóvember fyrir $6.99 á mánuði og Apple TV+ þann 1. Nóvember fyrir $4.99 á mánuði sem ásamt veitum á borð við HBO Max Peacock munu berjast við Netflix um hilli áskrifenda. Þessar veitur, þó stórar séu (eða verði) eru í reynd dvergvaxnar við hliðina á línulegu sjónvarpi. En vinna þó á með hverjum mánuðinum sem líður.

Reyndar finnst mér að í hvert sinn sem við fáum nýja svona veitu á markaðinn, að þá færumst við einu skrefi nær upphaflegu loforði streymisveitnanna. ég sá fyrir mér að með einni til tveimur áskriftum, fengi ég aðgang að öllu því efni sem mig vanhagaði um. Hver svo sem framleiðandinn væri. Sumt efni myndi mögulega verða sýnt í línulegri dagskrá fyrst en kæmi síðar á streymisveitu, amk til að byrja með. En núna virðist mér sem ég þurfi að kaupa áskrift að ansi mörgum veitum til að fá að njóta þess efnis sem ég kýs að horfa á.

Eins og áður sagði, að þá á Disney allt efnið, Netflix og HBO framleiða hágæða efni (í bland við óttalegt sorp) Apple er að fara af stað með dýpri vasa en nokkur annar aðili. Og Amazon hefur óþrjótandi tekjur AWS til að niðurgreiða alla hina starfsemina. Þá er YouTube ótalin með. Þetta sameinast í einum vöndli sem einusinni var kallað kapalsjónvarp, viðskiptavinurinn þarf að kaupa óþarflega stórann pakka til að fá aðgang að öllu því efni sem hann vill hafa aðgang að.

Það var þessi jarðvegur sem skráardeilisíður fóru að blómstra í. Þegar Spotify, Apple Music, YouTube music hefur tekist að þurrka nánast út niðurhal tónlistar. Virðast réttarhafar sjónvars sería og kvikmynda alveg vera tilbúnir til að endurtaka mistök fyrri ára í tilraun til að sjá hvort niðurstaðan verði eitthvað önnur en vanalega.

(Visited 33 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar