Ég hafði áhrif, örsaga af þeim.

Á undanförnum vikum hafa tvö ofurlítil atriði komist til afgreiðslu þar sem ég hafði á minn hátt ofurlítil áhrif, fyrra atriðið var athugasemd við frumvarp til laga um fjarskipti sem óskað var eftir, athugasemdina átti ég þátt í að semja og varðaði vissulega mjög afmarkað atriði en verður til bóta að mínu áliti og rann að lokum inní frumvarpið og er núna orðið að lögum frá Alþingi. Hitt atriðið átti sér skemmri en samt lengri aðdraganda, en á hverju ári safnar borgin saman hugmyndum frá íbúum um verkefni sem íbúar telja að muni bæta borgarbrag og mannlíf innan borgarmarkanna. Síðasta vetur setti ég inn litla óútfærða hugmynd sem ég tel að komi til með að bæta hverfisbrag og mannlíf í mínu nærumhverfi, síðan þá hef ég fengið að fylgjast með því hvernig svona hugmynd fær að vaxa og þroskast á hverju stigi ferlisins, hugmyndin mín var ein af 10 mest kosnu hugmyndum á safn stigi, sem gerði það að verkum að hún fór til útfærslu og kostnaðarmats innan borgarkerfisins, og fór síðan í hverfiskosningu í betri Reykjavík núna í haust þar sem hún var að lokum kosin til framkvæmda á árinu 2019.

Fyrirfram hefði ég ekki haldið að það væri jafn gaman að sjá kerfið virka og fá að taka beinann þátt í breytingum til bóta. Það má segja að þess upplifun þar sem bæði borg og þing hafa hlustað á og tekið tillit til hugmynda leikmanns hefur traust mitt og virðing fyrir báðum vaxið talsvert, samskipti aðila innan borgarinnar t.d. hafa verið mikil og jákvæð þar sem starfsfólk borgarinnar á heiður skilinn.


(Visited 48 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.