Að rembast við að vera spámaður..

Nýlega skrifaði ég stutta færslu um það sem mér fannst líklegt að Google myndi kynna í dag. En miðað við hversu hressilega þetta lak allt saman getur maður aðeins vonast til þess að þessar græjur séu vatnsheldar. En margt var kynnt, sumt ekki, annað nefndi ég ekki. Google Pixel Slate er sennilega það pródúkt sem ég er spenntastur fyrir. En um leið er Pixel 3 sími sem er mjög áhugaverður, ég hef átt XL útgáfurnar af hinum tveimur og mun sennilega eignast þennan líka. Um það bil mánuði eftir að Apple kynnir nýja Xs Xs MAX og Xr símana sína er Google búið að gera myndavélina á þeim tækjum úrelda…. Svona nánast. Það verður að segjast eins og er, að myndavélin á iPhone Xs er mjög góð, hún er næstum því jafn góð og myndavélin á Pixel XL2 símanum mínum. Það er hreint út sagt ótrúlegt hvesu mikið Google nær að bæta myndavélina hjá sér ár eftir ár. En eitt af því sem Pixel eigendur geta núna pantað er þráðlaus hleðslustöð, sem var ekki komin á radarinn þegar ég skrifaði færsluna. En hún er til og í markaðsefni. Kostar $79.-


(Visited 33 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.