Made by Google, 9. okt

Google breytir útaf vananum þetta árið og býður fólki í heimsókn til New York, þann 9. okt (reyndar hafa þeir bætt við boði til Parísar sama dag, sem er þá viðburður fyrir Evrópu) til að sjá nýjustu leikföngin sem þeir eru að framleiða, undir merkinu Made by Google. Þetta árið hafa símarnir Pixel 3 og Pixel 3XL lekið svo hressilega að það er lítið sem við ekki vitum um þá. Reyndar hefur lekinn verið svo hressilegur að fólk sem hallast undir samsæriskenningar telur að þetta sé aðferð Google til að afvegaleiða umræðuna, að þessum símum hafi verið lekið svona hressilega og klaufalega að eina leiðin til að útskýra það sé að þeir séu nokkurs konar red herring. Skal ég éta hatt minn ef svo er.

Að telja upp spekkana þekktir eru á þessum símum er frekar þurr og leiðinleg lesning, en þetta er allt saman eitthvað sem má búast við frá framleiðanda sem ætlar sér að framleiða og selja flaggskip tæki. En þrátt fyrir hressilega leka, þá er það raunar svo að á stærri símanum Pixel 3XL eru tvær framvísandi myndavélar og ekki alveg víst hvaða hlutverk önnur vélin hefur. Eitthvað hefur verið skrafað um að önnur myndavélin sé hefðbundin á meðan hin sé með víðlinsu, en mögulega er þessi seinni vél Google útgáfan af FaceID frá Apple. Þetta kemur allt í ljós þann 9. okt, eitt sem við vitum svon sannarlega er að stærri síminn er með risavaxinn notch eða útskurð þar sem hátalari og myndavélum er ætlað pláss. Þessi notch er kominn í flesta síma til að gefa framleiðendum færi á að auka við stærð skjásins án þess að ummál símans stækki. Persónulega finnst mér þetta skelfilegt tískuslys í anda auðkennislykilsins sem við fengum hér um árið frá bankanum okkar. Einhverra hluta vegna verður mér alltaf hugsað til ákveðins atriðis úr SNL með Ben Stiller og Andy Samberg þegar þessir notch símar birtast.

Einnig er líklegt að Google muni sýna okkur er næstu útgáfa af Pixelbook, en hér er aðeins meira um getgátur en í tilfelli símanna. Sennilegast verða þær 2, ein hágæða týpa til að taka við af núverandi módeli, 12″ skjár, og eitthvað meira fínerí. Sennilega lík núverandi módeli með minni ramma utan um skjáinn. Hin verður líklega með aftengjanlegt lyklaborð og eitthvað ódýrari. Eins er einhver umræða um að grunntýpan af high end vélinni verði um $200.- ódýrari en grunnútgáfa af núverandi vél.

Hugsanlega birtast einning önnur kynslóð Pixel buds, en fyrsta kynslóð, þessara heyrnatóla var kynnt í október í fyrra, með innbyggðum Google assistant og raddstýringu fyrir mikið af þeim öppum sem maður notar dags daglega. Þessi heyrnatól eru langt frá því að vera gallalaus, þó að nokkrar hugbúnaðar uppfærslur hafi lagað mikið af þeim göllum, er enn pláss til að bæta heyrnatólin. Sérstaklega horfi ég í áttina að hleðsludokkunni, sem mér finnst falleg, en hún er þó óþarflega stór og passar illa í buxnavasa. Persónulega fer snúran á milli ekki í taugarnar á mér, en hún hefur komið í veg fyrir að fólk samþykki þessi heyrnatól sem “truly wireless”.

Núna er einnig líklegt að Google sendi frá sér skjá með innbyggðum Google Assistant, svipuðum þeim sem hafa komið frá JBL og Lenovo. Þessum skjám er ætlað hlutverk m.a. í eldhúsinu. Eða sem gátt fyrir snjallvæðingu heimilisins. Ásamt því augljósa að þarna sé kominn enn einn skjár sem hægt er að notast við til að horfa á sjónvarpsefni.

Eitt sem við vitum að verði ekki á þessari kynningu, en það er snjallúr úr Pixel línunni, en Google hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeim orðrómi er hafnað, en orðrómurinn var farinn að verða mjög sterkur þess efnis.

Það sem mér finnst mjög leiðinlegt með þessar kynningar þessa dagana, að það er voðalega lítið sem kemur á óvart, öllu hefur verið leikið mjög hressilega í nokkrar vikur áður en viðburðirnir eru haldnir, en þó var eitt smátæki á síðasta viðburði Google sem kom á óvart en það var Google clips, smámyndavél sem þú hengir bara framan á barnið þitt eða sjálfann þig við daglegar athafnir og hún á að vera nógu gáfuð til að taka mynd eða stutt video af því sem er merkilegt. Því er alvg mögulegt að það verði eitthvað eitt í viðbót augnablik. En ég held að það verði ekki Pixel Ultra.

(Visited 52 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar