E-band vs. V-band

 Ef ég held áfram frá fyrri pistli mínum, sem líta má á sem kynningu á millimetra tækni, þá langar mig að fara aðeins dýpra í hina þrjá megin aðgreiningar þætti á milli E-band og V-band tíðnum. Til glöggvunar, þá er E-band á 70-80 GHz bandi og V-band á 60GHz bandi.
  • E-band, er frið frá truflunum af völdum þriðja aðila veittur af eftirlitsaðila, á Íslandi er það Póst og Fjarskiptastofnun, við getum kallað eftirlitsaðilan Batman. Hinsvegar má segja að notkun á V-band tækni geri þið að ósýnilega manninum.
  • Með notkun á E-band tækni er hægt að ná mun lengri vegalengdum, dæmigert 2-3km, á meðan V-band tækni er ekki raunhæft að búast við mikið meira ein 500-700 drægni fyrir Gigabit hraða.
  • Að lokum, styður V-band þróun á þróun loftneta og senda á stærð við lófa manns handar (raunverulega ósýnilegt fjarskiptasamband)
 Ofangreindar aðgreiningar gera það að verkum að E-band og V-band tækni verða að “hverjum þykir sinn fugl fagur” umhverfi. V-band er frábær lausn til að búa til tengingar á búnaði í götu hæð, t.d farneta staðsettum í ljósastaurum. E-band aftur á móti nýtist frekar sem bakendafæðing á stærri farnets sendum og samkeyrslu bandvíddar fyrir nokkra slíka senda. V-bandið útvíkkar opnu 2,4GHz og 5GHz bandið en með margfalt meira framboð af ónýttu tíðnirófi. Á meðan E-band er í eðli sínu útvíkkun á dæmigerðum leyfisháðum tíðniböndum.
 Áður en við förum útí smáatriðin skulum við tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu. Bæði E- og V- band deila eiginleikum millimetra örbylgjutækni, mikil bandvídd, ónæmni fyrir truflunum, nýtist í þétta uppbyggingu og síðast en ekki síst kostar hvert hopp ekki hvítuna úr augunum.
Hvernig eftirlitsaðilinn verndar E-band hoppið þitt og hversvegna getur þú orðið ósýnilegur með notkun á V-band.
 Umræðan um eftirlit og eftirlitsaðila er flókin og breytileg á milli landi. Almennt séð (ESB, Rússland og Bandaríkin) þá er V-bandið ekki leyfisskilt, á meðan E-bandið er leyfisskilt svokallað lightly licensed.
 Ekki leyfisskilt, merkir að ekki sé formlegt skráningarferli fyrir búnaðinn, þó gera tæknilegar kröfur ráð fyrir vottun búnaðar sem notaður er. Vöntun á formlegu skráningarferli merkir að:
  • Hver sem er getur sett upp samband án nokkurrar samhæfingar við opinbera og óopnibera aðila, heppilegt til að viðhalda ósýnileika.
  • Tíðnigjöld eru engin
  • Í truflana tilfellum þarf að reiða sig á getu búnaðar að reikna burt truflana merkið, og getu búnaðarin til að þola truflanir þriðja aðila.
Lightly licenced merkir að það er formlegt skráningarferli hjá eftirlitsaðilanum, svo í praxís:
  • Ef ætlunin er að setja upp samband þarf að hafa samband við eftirlitsaðila og fá úthlutað tíðnipari, á íslandi er þessi Batman Póst og Fjarskiptastofnun. Í bandaríknjum er opinn gagnagrunnur þar sem finna má öll skráð E-band örbylgju sambönd. (http://wireless.fcc.gov/services/index.htm?job=licensing_5&id=millimeter_wave)
  • Tíðnigjöld eru mjög lág, oft 5-10% af dæmigerðumtíðnigjöldum.
  • rekstrarðili fær tryggingu í formi “fyrstur kemur fyrstur fær” séu tvö sambönd á sama landfræðilega bletti og hafa áhrif til truflunar hvort á annað er sambandið sem fyrst er sett upp varið og seinna sambandið verður endurskilgreint til að stöðva truflanir eða að það verði frjarlægt.
 Fræðilega eru engar líkur á truflunum hvort heldur sem er á V-band eða E-band, vegna þess hve stefnuvirk loftnetin eru, tap í lofti, og hve margar rásir eru í boði. Sumir rekstraraðilar líta á tíðniróf sem eign og vilja frekar nota leyfisskyld bönd.
 Hver er munurinn á drægni?
 Megin áhrifavaldur í drægni millimetra tækni er rigning. Regndropi er af sömu stærðargráðu og bylgjulengd sambandsins, og deyfir því bylgjuna. Þetta er ástæða þess að snjór eða þoka hefur takmörkuð áhrif á millimetra bylgjur.
 Á V-bandi er deyfing í súrefni til viðbótar deyfingar af völdum rigningar. Súrefnis sameindirnar gleypa tíðnirnar og búa til deyfingu. Áhrif þessa er svipuð því sem gerist í örbylgjofni þegar vatn í matnum gleypir rafsegulbylgjurnar sem ofninn býr til og breytir þeirri orku í hita.
Mynd 1. Deyfing í súrefni sem fall af tíðni.
  Súrefnis deyfing veltur á nákvæmlega hvaða tíðni er um að ræða, hæð yfir sjávarmáli, hita oþh. Dæmigerð gildi eru frá 5dB/Km til 18 dB/Km.
Mynd 2. Dæmigerð súrefnis deyfing á V-bandi.
  Að teknu tilliti til alls þessa, deyfingar vegna regns, súrefnis áhrifa, dæmigerðra loftneta og útsendu afli (sem eftirlitsaðilinn ákvarðar) er líkleg drægni V-bands sambands uþb 500-700 metrar.
Hvernig tengist þetta ytra útlit búnaðar?
 FCC í Bandaríkjunum skilgreinig lágmarks mögnun loftneta á E-band sem 43dBi*, sem í reynd takmarkar loftnetsstærð við 30cm í þvermál. Þessu er öðruvísi háttað á V-bandi, aðeins er tiltekið EIRP takmörkun, og engin ákveðin grein um loftnets mögnun.
 Í reynd ákveður eftirlitsaðil hvort hann leyfi minni mögnun í loftnetum á V-band, vegna minni hættu á truflunum (vegna áhrifa súrefnis). Þetta merki að búnaður getur minnkað í umfangi og gerir sambönd á V-band fullkomna lausn fyrir tengingar á búnaði í götuhæð. Svo sem eftirlitsmyndarvélar, WiFi senda, og smásellu væðingu.
Til að gera langa sögu stutta:
E-band
V-band
áhrif
eftirlitsaðila.
Lightly licenced, einföld skráningu, lág tíðnigjöld, trygging gegn truflnum í gegnum eftirlitsaðila
ekki leyfisháð, enging skráning, engin tíðnigjöld, “ósýnilegt”
Drægni
Regn megin áhrifavaldi, nokkrir kílómetrar
Regn og súrefnisdeyfing, líklega 500-700m drægni
Umfang búnaðar
smágert, dæmigert 30cm loftnet, hendar á þöka, turna og möstur
smátt, blandast í umhverfið, hendar á veggi bygginga, ljósastaura, strætóskýli umferðarljós.
Beiting
Framlengning á ljósleiðara, stórsellu bakendafæðing, smásellu bakendafæðing í ákveðnum tilfellum
viðbragðsaðila, (örryggismyndavélar, umferðar eftirlit/stýring), WiFi bakendafæðing, smásellu bakendafæðing, GTTH (Fremlening á ljósleiðara til heimila)

*Hér langar mig að nefna, að ástæða þess að sett er lágmarks krafa um mögnun, lítur að því að raunverulega er verið að óska eftir ákveðinni stefnuvirkni loftnets og getu til truflanadeyfinga.

(Visited 68 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar