Allt sem þú vissir um þráðlaus fjarskipti er rangt….?

 Ég hef skrifað þessa færslu 100 sinnum í huganum, en samt hef ég ekki komið mér í það… Einhverra hluta vegna. Á undanförnum árum hefur tíðnisvið á 70/80GHz bandi opnast fyrir framleiðendum búnaðar, eftirlitsaðilar hafa einnig tekið við sér og opnað þetta band sem ég vil meina að sé það besta síðan niðurskorið brauð. Mig langar aðeins að útskýra afhverju mér finnst þetta, hvernig þetta band bíður uppá mjög háann bitahraða, er nánast ónæmt fyrir utanaðkomandi truflunum og heppilegt fyrir uppbyggingu og notkun á mjög þéttbýlum svæðum.
 Ég ætla að útskýra þrjá megin kosti þess að nota V- og E- band í þráðlausum netkerfum.
 Stafræn þráðlaus fjarskiptakerfi hafa verið rekin í mjög mörg ár, og þegar indíanar Norður-Ameríku vildu láta vita af yfirvofandi hættu sendu þeir nágrönnum sínum reykmerki með því að kveikja eld á næsta fjalli, þetta voru fyrstu tvíundar merkjasendingar, BSPK, eða á/af lyklun ef það virkar betur. Það má vel færa fök fyrir því að bandvídd hafi ekki verið mikil sem og að fjölskylda sem var að grilla sér vísund hafi stundum sent óafvitandi hættumerki.
 Hvernig má það vera að millimetra tíðnisviðið bjóði notendum uppá mjög mikinn bitahraða?
Raunverulega eru tvö tíðnibönd kölluð millimetra tíðni, hér erum við að tala um E-band og V-band. En til að mynda eru 10GHz af bandvídd í boði á E-bandinu, 71-76GHz parað við 81-86GHz og V-bandið bíður uppá um 9GHz af bandvídd, en til að setja í samhengi þá hefur V-bandið meira af ónýttri tíðni en öll “frjáls” tíðnibönd samanlagt. Öll þessi bandvídd gefur færi á mjög breiðu rásaskipulagi, 2x250MHz, 2x500MHz og jafnveel 2x1000MHz. Með því að beira einföldum módunar aðferðum á slíkar rásir er auðvelt að veita áreiðanlegar Gigabit tengingar og þaðan af meira.

 Afhverju er millimetra tíðni ónæm fyrir truflununum?
 Það þarf að hafa nokkur atriði í huga þegar farið er ofar í tíðnirófinu til fjarskipta. Fyrst ber að hafa í huga að skv. Lögmáli Friis, þá eykst merkja deyfing. En á hinn bóginn þá verður hver stærð loftneta stefnuvirkari, sem aftur þýðir meiri mögnun.
Ef við setjum upp nokkrar tölur:
5GHz
75GHz
500m
100dB
124dB
2km
112dB
136dB
Tafla 1. leiðadeyfing í lofti
 Á mjög hárri tíðni er útsend rafbylgja mun markvissari en á lágum tíðnum, og truflanir sem leka inná loftnetið um hliðar sepa (e. side lobe) verða fyrir mjög mikilli deyfingu, bæði vegna lítillar mögnunnar hliðar sepa en líka vegna mikillar leiðardeyfingar.
Til dæmis má skoða hefðbundið 30cm loftnet til glöggvunar.
5GHz
75GHz
3 dB breidd geisla
12 gráður
1 gráða
Mögnun
22dBi
43dBi
Tafla 2. Eiginleikar loftneta
Mynd 1. Samanburður á E-band og 5GHz í þéttri byggð.
 Hægt er að fullyrða að það sé nánast engin truflun á þessum böndum og að þau séu mjög heppileg fyrir mjög þétta uppbyggingu. Í ofanálag eru 9 mismunandi 2x500Mhz rásir á E-band og með tveimur mismunandi pólunum ætti þráðlausa netkerfið þitt að vera mjög stöðugt.
Hversvegna er millimetratíðni búnaður ódýr?
 Það eru tvö hugtök sem þarf að hafa í huga þegar talað er um kostnað. OPEX (rekstrar kostnaður) og CAPEX, (fjárfestingakostnaður).
 Ef við byrjum á að tala um OPEX, þá hef ég aðeins farið í að útskýra afverju þessi bönd eru ónæm fyrir truflunum. En þetta þýðir að lítil þörf er á rásaskipulagi og þar af leiðandi er um lágmarks vinnu fyrir erftirlitsaðilann að ræða. Því ættu tíðnigjöld að vera frá mjög lítið til núll kr. Hinn hlutinn er uppsetning en með sjálfvirkri stillingu loftneta og einföldum verkfærum er uppsetning orðin að 15mín verki eða þar umbil.
 En að CAPEX. Með auknum þroska á þessari tækni þá hefur þessu búnaður þróast úr því að vera umfangsmikill í skiptri uppsetningu (e. split mount) yfir að vera mjög fyrirferðarlítíll mjög samþættur allt-úti-búnaður. Þessi búnaður inniheldur allan örbylgjubúnað, netbúnað og loftnet. Þessi litli fjöldi eininga og samþætting á virkni gerir þessa tækni að hagkvæmri lausn, jafnvel fyrir heimilisnotkun.
Að lokum.
 Það má fullyrða að millimetra tíðni bjóði notendum uppá raunverulega Gigabit bandvídd, aðeins meira en reykmerki. Það er sett upp einusinni og gengur þannig lengi, kostar ekki mikið. Þetta er tilraunarinnar virði.
(Visited 38 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar