Jólakveðja.

Vefritið hefur legið í dvala mestann part ársins 2012, það þýðir ekki að það muni leggja upp laupana, þvert á móti kemur það til með að rísa eins og fuglinn fönix úr öskustónni, hvort það verður á komandi ári er alls óvíst, en engu að síður langar vefritinu að óska vinum ættingjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á komandi ári. Hér er eldaður Hamborgarhryggur að A-Skaftfellskum sið. Með öllu því sem hin gamla herraþjóð kenndi okkur að borða með sunnudagssteikinni. Eftirréttur verður síðan möndlugrautur sem lagaður var fyrir hádegið og að venju snæddur í góðra vina hópi.

(Visited 55 times, 1 visits today)

2 comments On Jólakveðja.

  • takk sömuleiðis gamli vin og hafið það innilega gott um jólin 🙂

  • Hrafnhildur

    Sæll,
    Ég sendi þér einu sinni comment og þakkaði þér fyrir bestu gúllassúpu uppskrift í heimi … nú bara finn ég hana ekki hérna á síðunni þinni lengur og allt í uppnámi út af því 🙂 Værir þú nokkuð til í að senda mér uppskriftina (og bara helst allri þeirri gömlu færslu frá þér þar sem sú uppskrift var á) Ég væri þér mjög þakklát 🙂

    MBK,
    Hrafnhildur

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar