Leikjaþjónusta Google verður tveggja ára árið 2021, henni var formlega hleypt af stokkunum þann 19. Nóv 2019 sem gerir þessa þjónustu um það bil 13 mánaða þegar þessi orð eru skrifuð. Á þessum 13 mánuðum hefur Google unnið mikið þrekvirki í að þroska þjónustuna í að uppfylla þær væntingar sem gefnar voru á Game Developers Conference sviðinu í mars 2019. Ekki allar væntingar, en nægilega margar þó.
Leiðinlega mikið Google…
Þó eru nokkur augljós atriði sem enn vantar í þessa þjónustu, ein slík er til að mynda þó ekki væri nema sæmilega góð leit, eitthvað sem ég hefði haldið að Google ætti auðvelt með, en leit bæði í búðinni, en líka í leikjasafni spilara er ekki til staðar svo neinu nemi. Eftir því sem framboð leikja eykst og safn hvers spilara stækkar verður leitin að leik þeim mun erfiðari. Og áður en ég nefni einhverjar nýjar viðbætur væri gott ef Google gæti komið öllum leiðum inní þjónustuna á sama stig. Sem dæmi þá er ekki partý eða radd spjall möguleiki í Android appinu, Chromecast Ultra er eina varan sem veitir aðgang að Google Assistant. Vef appið gefur notanda ekki færi á að setja upp Stadia controllerinn í fyrsta skipti og svo mætti lengi telja.
Notendamengið.
Annað augljóst atriði fyrir árið 2021 væri að stækka notendamengið, Google hefur vissulega eytt mikilli orku í að gera Stadia nafnið þekktara í hópi spilara, sér í lagi með nýlegu YouTube Premium átaki. Þar sem Stadia Controller og mánuður af Stadia Premum var gefin þeim YouTube Premium notendum sem óskuðu eftir því. Síðan í haust tókst Stadia að sanna að streymiþjónstan er vel fær um að keyra nýjustu kynslóð leikja þegar Cyberpunk 2077 var settur formlega í loftið samtímist á öllum helstu leikjaplatformum og Stadia. Google þarf að halda áfram að tryggja að nýjir leikir séu í boði á launch day, en um leið tryggja eldri leikir að spilarar haldi tryggð við þjónustuna og viðhalda þessu leikjasamfélagi.
Önnur leið til að stækka notendamengið væri að koma með þjónustuna formlega í fleiri löndum, í dag er Stadia opinberlega aðeins í boði í 14 löndum, Indland, Mexíkó og Brasilía eru stórir markaðir þar sem Stadia er ekki í boði en í síðarnefndari löndnum tveimur hefur Microsoft boðið notendum í betaprófanir á xCloud leikjastreymiþjónustu sinni. Google gæti fengið mjög marga nýja notendur í þessum þremur löndum.
Auðvitað væri örugg leið til að bæta við notendum að fá leiki sem höfða til yngri spilara á þjónustua, Google hefur aðeins reynt með því að bæta við leikjum eins og Destiny 2 og Super Bomberman R Online að fullu án endurgjalds, en einnig myndu leikir á borð við Fortnite og Apex Legends myndu auka möguleika Google á fjölga notendum.
Þegar allt er tekið saman þá þarf Google að minnsta kosti að tryggja það að á árinu 2021 verði leikir á Stadia aðgengilegir sama dag og á öðrum leikjaþjónustum.
Android TV stuðningur.
Að lokum er það mjög vandræðalegt fyrir Google að hafa sett á markað nýtt Chromecast síðastliðið haust án opinbers stuðnings við Stadia, þetta væri svo augljós viðbót til að gera báðar þessar vörur áhugaverðari fyrir neytendur, Stadia og Chromecast saman væri mjög áhuverður kostur fyrir neytendur, til að það sé sagt þá hefur Google gefið það út að nýjasta Chromecast muni styðja Stadia, en ekkert hefur komið fram varðandi tímasetningar. Á meðan geta Android TV notendur með smá krúsídúllum nýtt sér það hversu opið Android TV er og sett upp Stadia á Chromecast og önnur Android TV box.
Það er ekki nokkur leið að segja til um það hvað þetta mun taka langann tíma, en það væri góð byrjun að hópurinn á bakvið Stadia myndi temja sér að hætta allskonar oflofum og einfaldlega fara að afhenda. Það er svo erfitt að vinda ofan af neikvæðu áliti neytenda.