í September 2012 skrifaði ég um þá farsíma sem ég hafði átt þangað til, Nú má segja að það sé kominn tími á uppfærslu eða vibót, en þegar ég skildi við ykkur í Sept 2012, var ég handhafi Sony Xperia S, sem var sími sem ég var ákaflega ánægður með, reyndar svo ánægður að hann lifði 2 áramót í mínum höndum. Nexus 4 var stoltur arftaki Xperia S, mér fannst hann ákaflega fallegur líka, en því miður þá var kramið …
Category: Daglegt
Virkilega misgáfulegt raus.
Það er vel þekkt staðreynd að ég er Podcast áhugamaður, ég er með nokkuð breiða flóru af podcöstum sem ég hleð niður og hlusta á eftir færi… Ég læt það fylgja með hér að ég notast við app sem heitir PocketCasts frá snillinginum í ShiftyJelly í Ástralíu, alveg hreint eðal app sem býður uppá hlustun í vafra líka og sync á milli tækja þannig að ég hætti að hlusta í símanum og byrja í vafra frá þeim stað sem ég …
Ætla að reyna að vinna miða á Secret Solstice 2018, mér þætti vænt um það, ef einhver myndi nota þennan hlekk til að skrá sig fyrir miðum, ekkert commitment til að kaupa, aðeins að taka þátt. https://arep.co/DHw6T1 Follow @elmarinn …
Stundum heyrum við fólk henda á milli sín skammstöfunum og hugtökum á borð við QAM, cat 18 LEE 4×4 MIMO og fleira í þeim dúr. Flestir nikka bara kolli og í stóru myndinni þá skipta þessu hugtök í sjálfu sér ekki öllu máli, en það er engu að síður oft gott að geta aðeins fylgt samtali, því oft hljómar þetta eins einhverskonar dulmál sem aðeins innvígðír og innmúraðir eiga að skilja. Að sama skapi er það oft þannig að fyrirtækin …
Ef ég held áfram frá fyrri pistli mínum, sem líta má á sem kynningu á millimetra tækni, þá langar mig að fara aðeins dýpra í hina þrjá megin aðgreiningar þætti á milli E-band og V-band tíðnum. Til glöggvunar, þá er E-band á 70-80 GHz bandi og V-band á 60GHz bandi. E-band, er frið frá truflunum af völdum þriðja aðila veittur af eftirlitsaðila, á Íslandi er það Póst og Fjarskiptastofnun, við getum kallað eftirlitsaðilan Batman. Hinsvegar má segja að notkun á …
Ég hef skrifað þessa færslu 100 sinnum í huganum, en samt hef ég ekki komið mér í það… Einhverra hluta vegna. Á undanförnum árum hefur tíðnisvið á 70/80GHz bandi opnast fyrir framleiðendum búnaðar, eftirlitsaðilar hafa einnig tekið við sér og opnað þetta band sem ég vil meina að sé það besta síðan niðurskorið brauð. Mig langar aðeins að útskýra afhverju mér finnst þetta, hvernig þetta band bíður uppá mjög háann bitahraða, er nánast ónæmt fyrir utanaðkomandi truflunum og heppilegt fyrir …
Nýlega var mér bent á að ég hreinlega missti af 12 ára blogg afmæli, það er að segja 12 ár síðan ég fór að blogga á þessum stað með þessu kerfi, hét reyndar b2 eða eitthvað álíka þá… sem var síðan troðið inní það sem á endanum fékk nafnið WordPress. Dásamlegt, skál ég…. í bjór af tilefni Bjórdagsins. Follow @elmarinn …
skrifANDI Google+: View post on Google+ Post imported by Google+Blog. Created By Daniel Treadwell. Follow @elmarinn …
Eins og flestir jafnaldrar mínir þá ólst ég upp, hlustandi á David Bowie, manninn með tvo mismunandi augnliti (eitthvað sem ég uppgövaði mun síðar að það var ekki reyndin, heldur að hann hafði fengið höfðuhögg sem ungur drengur sem olli því að annar augasteinninn dróst ekki eðlilega saman og gerði það að verkum að augun virkuð eins og þau væru ekki af sama litnum). Síðustu árin hef ég mikið leitað í smiðju Bowie og hlustað (mismikið) á öll tímabil hans …
Nýjustu innlegg