Ég hef lengi ætlað mér að segja ykkur frá þeirri súpu af farsímum sem ég hef átt, saga mín með GSM síma er næstum jafn löng starfsemi GSM nets á íslandi, ég fékk úthlutað númeri úr 898 seríu sem var ný búið að taka í notkun strax á eftir 897 sem var fyrsta serían, þetta númer á ég enn. Fyrsti síminn minn var Ericsson GA318 stórskemmtilegt ræki sem hinir sænsku vinir mínir komu á markað á því herrans ári 1995. …
Category: Tech
Ég er Tech junkie, hugrenningar um allt um tækni.
Þegar ég er kominn með uppi kok á einhverju helv. tæki og brölti því tengdu og fer að snúa mér alfarið að minni heittelskuðu Moleskine bók kemur í sölu tæki sem ég er hreinlega slefandi af þrá eftir, kanski ekki í orðisins fyllstu en svona nærri því. Google kemur Nexus 7 á markað, spjaldtölvan sem hefur að mínu mati rétta formfactorinn fyrir mig, 10″ skjár iPadsins er fyrir minn smekk of stór, tækið of stórt og þungt til að teljast …
Síðan ég eignaðist síma með rúmlega meðalgreind hef ég orðið á undraverðum tíma alveg fastur í hlustun á hin og þessi podcöst, og þó að ég kunni ágætlega við íslenskunina hlaðvarp þá er hún bara ekki nógu útbreidd til að ég noti hana hér í þessum pistli. RÚV, sem gárungarnir kalla risaeðlu sinnir þessu hluverki mjög vel og eru flestir þættir orðnir niðurhalsfærir innan við hálftíma eftir að hann var frumfluttur. Þetta er þjónusta sem RÚV á heiður skilinn fyrir …
Nýjustu innlegg