Um daginn færði ég ákveðin rök fyrir því að tölvupóstur væri að mörgu leiti góður samfélagsmiðill, vissulega skortir hann margt sem fólk á að venjast í samfélagsmiðli, en það er líka margt sem mælir með því að nota bara tölvupóst sem samfélagsmiðil. En hann er vissulega ekki jafn dýnamískur og aðrir samfélagsmiðlar. En það er annar möguleiki, og það er eitthvað sem Google hefur verið að byggja upp í Google Photos, en með því að búa til myndamöppu sem maður …
Category: Tech
Ég er Tech junkie, hugrenningar um allt um tækni.
Það er í sjálfusér ekki það einfaldasta að reyna að setja nokkur orð á “blað” um það hvað er nýtt í annarri betu af Android Q, fyrst og fremst vegna þess að það er ekki svo mikið á yfirborðinu sjáanlegt, en þó eitt og annað sem er vert að nefna. Enn sem komið er, eru það aðeins Pixel símarnir sem styðja þessar útgáfur. Betri hljóðstyrksstillingar, ein af stóru umdeildu breytingunum í Android P var að í stað þriggja hljóðstyrksstilla áður …
Á ensku er stundum talað um sleeper hit, t.d. bíómynd sem byrjar rólega í bíóunum en verður svo á endanum, einhverra hluta vegna mjög vinsæl. Nýlega kynnti Apple vöru sem ég held að verði mikið slepper hit, ekki vegna þess að hún eigi ekki eftir að seljast í bílförmum strax í upphafi heldur vegna þess hve mikið betri hún verður seinna á árinu. Apple AirPods er sennilega best heppnaða vara Apple síðan iPhone kom á markaðinn. fyrir nokkrum dögum fengum …
Eins og allir sem þekkja mig vita er ég mjög nýjungagjarn þegar kemur að tech búnaði, reyndar á þessi fullyrðing við um tölvur og síma meira en nokkuð annað. En ég hef mjög gaman af því að grúska í tækjum og þjónustu. Einmitt vegna þess er ég mjög oft spurður ráða um hvaða tæki einhver ætti að kaupa, eða jafnvel spurður útí tæki sem gjöf. En að gefa tæki sem gjöf er ekki alveg svo einfalt, til að gjöfin skili …
Eins og allir sem þekkja mig vita, þá hef ég skelfilega mikinn áhuga á fjarskiptum og öllu sem þeim viðkemur. Ég vinn við fjarskipti og hugsa um þau nánast alla daga. Ég sit ásamt nokkrum öðrum frábærum einstaklingum í hóp hjá Skýrslutæknifélaginu þar sem við skipuleggjum umræður og fundi um fjarskipti. Ekki síst til að gera umræðuna aðgengilegri. Þann 6. Mars næstkomandi er einmitt einn slíkur fundur. Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið að mæta og fræðast um 5G …
Stjórn vefritsins vill þakka öllum vinum um velunnurum fyrir árið sem nú er að líða, og um leið senda hugheilar jólakveðjur yfir ethereinn. Á nýju ári skrifa ég um símtækið sem ég fékk í jólagjöf. Follow @elmarinn …
Á undanförnum vikum hafa tvö ofurlítil atriði komist til afgreiðslu þar sem ég hafði á minn hátt ofurlítil áhrif, fyrra atriðið var athugasemd við frumvarp til laga um fjarskipti sem óskað var eftir, athugasemdina átti ég þátt í að semja og varðaði vissulega mjög afmarkað atriði en verður til bóta að mínu áliti og rann að lokum inní frumvarpið og er núna orðið að lögum frá Alþingi. Hitt atriðið átti sér skemmri en samt lengri aðdraganda, en á hverju ári …
Eins og allir góðir menn vita, þá eru fjarskipti ein af undirstöðum nútíma samfélags. Ristjórn vefritsins hefur undanfarin ár verið áhugasöm um allskyns fjarskipti, þráðbundin og þráðlaus, ásamt því að starfa innan þess geira á íslandi. En hluti ritstjórnar er líka í stjórn fjarskiptahóps Ský og þar kemur saman annað áhugafólk um fjarskipti til að ræða sín á milli og skipuleggja áhugaverða viðburði um fjarskipti, og fjarskiptatengd málefni. Hér er t.d. einn áhugaverður viðburður, ritstjórn hvetur alla sem áhuga hafa …
Nýlega skrifaði ég stutta færslu um það sem mér fannst líklegt að Google myndi kynna í dag. En miðað við hversu hressilega þetta lak allt saman getur maður aðeins vonast til þess að þessar græjur séu vatnsheldar. En margt var kynnt, sumt ekki, annað nefndi ég ekki. Google Pixel Slate er sennilega það pródúkt sem ég er spenntastur fyrir. En um leið er Pixel 3 sími sem er mjög áhugaverður, ég hef átt XL útgáfurnar af hinum tveimur og mun …
Nýjustu innlegg