raunir halda áfram.

Það fyrirsjáanlegasta af öllu fyrirsjáanlegu gerðist í hádeginu á aðfangadag, 40 ára taphrina hélt áfram og það þrátt fyrir að ég hafi reynt að bæta sigurlíkur mínar til muna með því að tvöfalda fjölda mandlanna í grautnum, í þetta sinn voru ss. tvær möndlur og 11 diskar, ég var fullur bjartsýni að þetta trikk myndi virka. En því miður fyrir mig gekk þetta ekki upp, ég verð að halda áfram eyðimerkurgöngu minni gagnvart möndlunni í grautnum, það skal reyndar alveg viðurkennast að ég átti auðvelt með að samgleðjast þeim sem fengu möndluna í ár, eins og hin árin þar á undan. En það breytir ekki þeirri staðreynd að ég hef aldrei fengið möndluna þrátt fyrir dygga þátttöku í áti á téðum möndlugraut.
Vitna bara í vini mína United aðdáendur, “jæja, það er alltaf næsta ár!”

(Visited 1 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar