Í beta lífstílnum með Android 13

Eins og áður þá hef ég sjaldnan getað beðið með að uppfæra öpp og önnur kerfi sem ég nota. Oftast er það svo að þegar Beta útgáfur Android byrja að rúlla út þarf ég að berjast við sjálfan mig að uppfæra ekki. Það tekst vanalega þangað til síðasta beta útgáfa viðkomandi Android stýrikerfis kemur út, það er oft ca 2-3 vikum áður en fyllbúin útgáfa birtist. Á þessu varð engin breyting í ár.

Eins og oft áður þá gerist eitt og annað og hlutir brotna. DJi Go4 er t.d. eitt app sem virkar ekki og hefur áður gerst við svona uppfærslur. En fyrst og fremst þá er bara kerfið betra. Ekki neitt mikið af hlutum sem öskra á mann. En talsvert af því sem mætti herða uppá boltunum hér og þar. Android 12 var mikil uppfærsla þar sem Material U var kynnt til leiks. En núna er Material U að ná þroska. Ég kann vel við þessa virkni, þ.e.a.s. að litaþemu símans og allra appa taki mið af bakgrunni símans. Að íkon leitist við að aðlagast megin litum í bakgrunni og fleira í þeim dúr.

Heilt yfir þá kann ég vel við þessa útgáfu.

(Visited 23 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar