Eitthvað að rofa til. Google og Spotify byrja að leysa vandann.

Eins og glöggir lesendur þessa örbloggs vita, þá eru miklar deilur í gangi á milli Google/Apple annarsvegar og þróunaraðila hinsvegar, þá er fyrst og fremst verið að tala um stóra aðila á borð við Netflix, Spotify og náttúrulega Epic. Deilan snýst um að þessir stóru aðilar, og fleiri, vilja fá leið til að gera notendum sínum kleyft að setja upp öpp á símum og spjaldtölvum framhjá AppStore og PlayStore og um leið greiða fyrir þjónustuna milliliðalaust. En í dag, ef við skráum okkur upp í þjónustu í gegnum þessar starfrænu verslanir Apple og Google þá taka þau milli 15 og 30% af hverri áskrift til sín.

Þetta er eitthvað sem Epic og fleiri kalla skatt, á meðan þeir sem rukka gjaldið vilja kalla þjónustugjald fyrir greiðslumiðlun, hýsingu, prófun og fleira í þeim dúr. Sannleikurinn liggur sennilega einhversstaðar mitt á milli. Ég skil það t.d. mjög vel að þróunaraðila leiks þyki súrt að geta ekki haft bein samskipti við viðskiptavini sína, sér í lagi ef þeir hafa einhverjar kvartanir. Þeim þykir súrt að greiða sömu kommu af uppfhasviðskiptum og síðan öllum framtíðartekjum leiks eða þjónust þegar Apple og Google eru virkust með ApptStore og PlayStore í upphafi viðskipta en síðan koma þau lítið að þróun mála utan þess að prófa uppfærslur og miðla þeim til notenda.

Núna virðist eitthvað vera að hreyfast í rétta átt, Google og Spotify ætla sér að finna leið til að gera notendum kleyft til að velja á milli greiðslugáttar, hvort við viljum fara í gegnum PlayStore Google, eða greiðslugátt Spotify. Nú myndu einhverjir telja að þegar við veljum Spotify greiðslugáttina væri mánaðargjaldið lægra, en það er ekki sjálfgefið og mikið vatn á eftir renna til sjávar áður en við sjáum hvernig þetta lítur út gagnvart okkur neytendum. En það er allavega gott að sjá að það sé eitthvað að hreyfast í rétta átt. Sennilega er yfirvofandi lagasaetning ESB að gera það að verkum að Google ákvað að hreyfa sig í þessa átt, en þó þarf að halda því til haga að margt af því sem Epic og fleiri kvarta undan gagnvart Apple á minna við í tilfelli Google þar sem við getum installað appi beint á símann okkar ef við fáum .apk skrána, við getum sett upp aðra verslun á borð við Amazon AppStore og notað hana til að setja upp öpp og aðra þjónustu. En þá eru aðferðir Google til að koma í veg fyrir þannig notkun það sem þróunaraðilar kvarta réttilega undan.

Vonandi að þegar upp er staðið að þá séum við með heilbrigðari markað fyrir alla.

(Visited 16 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar