Á sama tíma og ákveðið lífsstíls fyrirtæki kynnir nýja vörulínu…

Þá lekur allskonar gotterý varðandi nýjann Pixel 6pro síma sem verður að öllum líkindum kynntur núna í október. Það verður margir dálkmetrar skrifaðir um kynningu Apple í dag, þannig að ég ætla ekki að bæta mikið við það. Enda ekki endilega á mínu áhugasviði þó að ég hafi horft á kynninguna, þetta var mjög öflug infomercial sem aðeins Apple ræður við að gera. En eftir kynninguna stendur uppúr hve óspennandi þetta allt saman var.

Um leið og þetta var í gangi birtir XDA helling a gotteríi og sennilega fyrstu upplýsingar um það hvað er raunverulega undir húddinu á nýjasta tæki Google. Og 9to5Google birta að sem sennilega er fyrsta raunverulega myndin af framhlið Pixel 6 pro. Hingað til hefur Google reynt að tryggja að við fáum aðeins að sjá bakhlið þessara tækja, en loksins fáum við að sjá rammalausa hönnun, miðjusett myndavélagat (en það var vinstramegin á Pixel 4a og Pixel 5 seríunum). Við sjáum líka dásamleg Android 12 Material you widget.

Nú rúlla ég á Android 12 beta5, sem er hin eiginlega Release Candidate útáfa og er nokkuð stabíl. Nokkur widget hafa fengið material you meðhöndlun, en stýrikerfið fór í þessari síðustu beta útgáfu að þema allt eftir bakrunnsmyndinni minni. Sem er skemmtilegt og hressandi. Það er mikið af grænum tónum í bakrunninum hjá mér, og þá verða allir litir í stýrikerfinu útfrá því.

Pixel 6 pro Silver

Hér eftir teljast upp nokkrir spekkar sem XDA hefur týnt saman og birt svo við getum látið okkur hlakka til einhvers.

 • 3120×1440 skjár með 120Hz endurnýjunartíðni, með lág-afls valmöguleikum fyrir 10Hz and 30Hz
 • Samsung Exynos 5123 módem
 • Ultra-wideband stuðningur
 • Wi-Fi 6E
 • Google Tensor CPU: 2-2-4 octacore uppröðun, 2.8GHz, 2.25GHz, 1.8GHz
 • 12GB vinnsluminni með Mali-G78 GPU
 • 128GB geymslupláss, enginn MicroSD stuðningur, frekar en vanalega.
 • Undirskjá fingrafaraskanni.
 • 5000mAh batterý með þráðlausri rafhlöðu deilingu
 • Megin myndavélar: Samsung 50MP, Sony 12MP gleiðlinsu, Sony 48MP 4X aðdráttarlinsa
 • Myndavéla hugbúnaðir inniheildur meðal annars”baby mode” og leiðrétta skýrleika í hreyfðum myndum
 • 12MP Sony framvísandi myndavél.
 • Banka á bakið hreyfistuðingur.

Héðan í frá reikna ég með að það komi mjög reglulegir lekar af þessu tæki sem ég hlakka svo mikið til að fá í hendurnar.

(Visited 62 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar