Smá núllstilling á persónulegum væntingum.

Eins og glöggir lesendur vita, þá er ég mikill áhugamaður um allskyns snjallsíma og snjalltæki. Vissulega er ég enn þeirrar skoðunar að snjallúr sé lausn í leit að vandamáli, en það er sennilega alveg að koma að þau hafi öðlast einhvern raunverulegann tilgang. Sama má segja um spjaldtölvur, ég á slík tæki, en nota þau lítið. Fyrst og fremst kanski fyrir eitthvað sem má kalla neyslu á efni, rafbókum, þáttum og myndum og fleira í þeim dúr.

Það vita það svosem allir í kringum mig líka að ég hef ekki alltaf verið upptekinn af einhverjum speccum þegar kemur að símanum mínum. Aldrei keypt mér nýjasta Samsung Note símann til að upplifa speccana. Ég hef eytt meira púðri í að fá sem mest fyrir aurinn. Þá kom Pixel 5 mér skemmtilega á óvart, þetta hefur verið sá sími sem hefur komið mér hvað skemmtilegast á óvart, hann liggur vel í hendi, og með uppfærslum Google hefur tækið orðið betra og betra með tímanum, rafhlöðuendingin orðið betri og einhvern vegin meira smúþ. Frábært tæki, sama má segja um upphaflegu OnePlus símana, fólk var að kaupa mikið fyrir tiltölulega lítinn pening.

Nú í dag er þetta svið, þar sem símarnir eru enn frábærir þrátt fyrir að eitthvað hafi verið tekið úr þeim til að ná niður kostnaði, Samsung A- línan ætti að vera feyki nógur sími fyrir langsamlega flesta notendur. Ég reikna með að fyrst og fremst sé fólk að horfa í góða rafhlöðuendingu, þokkalegan skjá og góða myndavél. Að auki hafa þessir ódýrari símar það framyfir allra dýrustu símana að þeir hafa voðalega oft 3,5mm jack tengi, oft er rauf fyrir minniskort til að bæta við geymsluplássi og fleira í þeim dúr.

Allt eru þetta atriði sem skipta fólk máli, og fólk eins og ég sem fjöllum um tækni reglulega bæði í vinahópi en líka á öðrum vettvangi eins og Tæknivarpið t.d. gleymum oft að skiptir máli. Það er ekki endilega mikilvægast að vera með allra nýjasta örgjörvann, eða 8GB í vinnsluminni etc. Það eru einfaldari hlutir sem skipta mestu máli. Ég ætla að reyna að muna það í framtíðinni.

Engu að síður verður næsta nýja tækið mitt, Pixel 6 Pro. Sem ég mun sennilega elska jafn mikið og ég hef elskað alla fyrri Pixel síma, þrátt fyrir eitt og annað sem truflaði mig við hvern og einn þeirra.

En ég hef verið að vesla inn Pixel A línuna af símum fyrir dætur mínar, símar sem kosta bara brot af því sem mörg af þessum tækjum kosta, en eru engu að síður stórkostleg tæki, með góða rafhlöðuendingu, frábærann skjá og bestu myndavél í þeim verðflokki sem þessir símar eru og þó mun dýrari tæki verði fyrir valinu.

(Visited 59 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar