YT Music, hægt og rólega.

Eins og öllum ætti að vera orðið ljóst, þá er Google núna í miðjum klíðum að rífa Google Play Music í sundur. Hluti þjónustunnar fer til YouTube Music, hluti á haugana og hluti er amk í einhverskonar bið.

Það má ekki gleyma að þegar verið er að taka niður þjónustu sem virkar og búin að ná ákveðnum þroska þá verður þjónustan sem tekur við að vera amk jafn góð og sú sem er að víkja. Þetta var ekki tilfellið þegar Google tilkynnti um þessa breytingu. Það hafa verið allskonar vandamál, Bluetooth tengivandamál, Chromecast vandamál og allskonar playback vandamál. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var YouTube Music lakari þjónusta en Google Play Music. Og þegar Google tilkynnti að YT Music myndi taka við sem tónlistar streimisveita og þjónusta fyrirtækisins, þá er líka eðlilegt að þjónustan fengi nánari skoðun og eftir tilefnum aukna gagnrýni.

Undanfarin misseri hefur þetta verið að breytast og nú þegar búið að taka á stórum hluta vandamála.

Í sumar var stigið stórt skref þegar Google gerði notendum kleyft að færa alla tónlist sem þeir höfðu hlaðið upp í Google Play Music yfir til YT Music. Um leið var hámarkið á fjölda laga hækkað úr 50.000 lögum í 100.000 lög.

Eitt vandamál sem ég áttaði mig ekki á að væri vandamál fyrr en mér var bent á það hefur verið lagað núna í nýliðinni viku. En það var sú staðreynd að þeir notendur sem ekki voru að greiða fyrir YouTube Premium eða Music, gátu ekki Chromecastað þeirri tónlist sem þeir höfðu hlaðið upp í Google Skýið. Sú viðbót var læst innan áskriftarleiðar. Sem er einmitt önnur ástæða þess að ég áttaði mig ekki á að þetta væri vandamál, ég hef verið á áskriftarleið YouTube Premium sem inniheldur YT Music í nokkur ár. Hin ástæða þess að ég áttaði mig ekki á þessu vandamáli var að ég hef ekki verið að Chromecasta þeirri tónlist sem ég persónulega á (en það eru jú lögin sem hefur verið hlaðið upp í skýið) nokkuð lengi. Vissulega hlustað í sínumanum eða tölvunni, en ekki verið að casta henni. Hlustunarvenjur mínar breyttust bara á þennan hátt með tilkomu Spotify á sínum tíma.

Þetta er ekki stærsta vandamál í heiminum, en hefur óneitanlega áhrif á þá notendur sem kjósa að hlusta á eigin tónlist frekar en að streyma henni. Og sú staðreynd að Google hefur tekið þessa virkni útúr áskriftarmódelinu og sett inní gjaldfrjálsa módelið er tákn um nýja tíma. YT Music er langt frá því að vera fullkomin, en einhverra hluta vega sogast ég alltaf meira og meira í þá áttina frá Spotify.

(Visited 88 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar