Widgets á Android og iOS

Í áratug bráðum hafa notendur Android getað sett heimaskjáinn sinn upp eins og þeim sýnist og raðað á hann þeim öppum sem þeir nota hvað oftast. Það er þessi eiginleiki sem hefur heillað mig hvað mest við Android frá upphafi, sú “heimild” sem ég hef haft til að láta hlutian líta út á ákveðinn hátt og eins og hentar mér hvað best. Að því sögðu þá er ekkert sem segir að það hvernig ég er með hlutina uppraðaða sé besta uppröðunin, þetta er bara uppröðunin sem ég hefi notað og líður vel með.

Auðvitað er það svo að það er fullt af öðrum ástæðum, tilkynningar sennilega ein af þeim helstu. En Android meðhöndlar tilkynningar svo mikið betur en iOS og er svo mikið betra í tilkynningum að það jaðrar við glæp. Enda þeir vinir mínir sem notast við iOS tæki segja það hreint út, það skásta sem iOS býður uppá er raunverulega að slökkva á tilkynninum. En þessar hugleiðingar áttu ekki að snúast um þetta atriði. Heldur Widgets og heimaskjáinn.

Í mörg ár hefur enginn raunverulegur heimaskjár verið í boði á iOS, heldur bara “skúffa” með öllum öppum, sem vissulega var hægt að raða saman í möppur en alltaf sama grid útlit. Sumir sem ég þekki röðuðu öppum eftir lit, aðrir bara einhvernvegin og allt þar á milli. Á sama tíma á Android, gátu notendur sett upp allskonar widegt á heimaskjáinn sem gerðu eitthvað, t.d. play/pause/skip á Spotify eða öðrum tónlistarveitum, klukka með veðurspá og hvað eina. Eins var hægt að hafa mest notuðu öppin á heimaskjánum þar sem þau voru aðgengileg, en app skúffan aftur með öllum öppum og í mínu tilfelli óskipulögð óreiða. Enda nota ég leit mikið meira en eitthvað annað. Í mínum huga besta leiðin til að opna eitthvað app sem ég nota sjaldan að leita að því og opna í stað þess að róta í skúffunni.

Núna er þetta breytt, í iOS 14 hefur Apple tekið stórt skref í að leyfa notendum að hanna sína eigin heimaskjái. Að sjálfsögðu er það meiri “opt in” viðbót en að vera default stilling en við veitum hrós þar sem hrós er verðskuldað. Þetta er slíkt tilfelli.
En þar sem Apple er að skína í dag er í tilfelli widgeta, en þau eru í frumrauninni svo mikið betur útfærð en Google með sinn áratug af widgetum á Andrid að það er eiginlega bara skammarlegt, til að vera sanngjarn held ég að widget viðbótin hafi ekki fengið neina ást frá Google í ca 5 ár. En það hjálpar ekki neitt.

Widget á iOS er t.d. hægt að stafla og rúlla í gegnum þau. Það er að segja, hægt er að stafla allt að 10 widgetum á pláss sem hýsir aðeins eitt widget. Apple reynir síðan að láta það widget lenda efst sem á að vera mest viðeigandi. Mögulega byggt á tíma dags eða slíkt. Yfir tímabil á iOS síðan að læra betur og betur á notandann sinn. Þetta er svo ótrúlega snjallt hjá Apple að ég bara verð að hrósa aftur fyrir þessa nálgun, hún sýnir að Apple hefur ákveðna stefnu varðandi widget á meðan ég fæ það á tilfinninguna að Google hafi enga stefnu, það er meira einhverskonar villta vesturs nálgun þar. Widget geta verið af nánast hvaða stærð eða umfangi. Og með nánast hvaða útlit sem er.

Til fyrirmyndar hjá Apple.

(Visited 93 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar