Loksins í Chromebook

Það er frekar hallærislegt að segja frá því að besta leiðin til að tengja Android símann þinn við tölvu, er Your Phone appið frá Microsoft, Hvort heldur sem er að tengja saman Windows 10 tölvuna þína eða Chromebook tölvuna þína og raunverulega er þetta eina leiðin sem gerir eitthvað í líkingu við það sem notendur gera kröfu um.

Fyrir nokkrum árum bætti Google við “Better Together” valmöguleiki sem leyfði Chromebook notendum að senda SMS og önnur skilaboð úr Android Messages beint úr desktop umhverfinu, leyfir notendum að aflæsa Chromebook vélinni sinni og gefur ntoendum kost á að samnýtia gagnatengingu símans með Chromebook tölvunni. Þetta var algert lágmark þegar þessu var bætt við, og er orðið mjög þunnt í dag.

Núna stendur þetta til bóta, í Chrome OS 87 stendur til að bæta við einhverju sem kallað er Phone Hub í dag, en gæti mögulega heitað eitthvað annað þegar kemur að því að setja þessa útgáfu í loftið. Í dag keyra Chromebækur á version 85, það þýðir að mögulega á fullveldisdaginn 1. des 2020 munu Chrome OS notendur sjá þessa viðbót í tölvunum hjá sér.

Phone Hub

Eins og myndin hér fyrir ofan þá er þetta enn mjög bert, en líkur á að þegar þessi viðbót er komin í kerfið þá verður minna mál að bæta enn inn valmöguleikum. Persónulega sakna ég þess að geta ekki nýtt tölvuna til að svara símtölum en af þessari mynd er ekki að sjá að sá möguleiki komi inn í fyrstu útgáfu. Enn á eftir að sjá hvernig þetta þroskast, og gæti jafnvel verið frestað til útgáfu 88.

Hvað sem öðru líður, þá er Chromebook vélin þín alltaf að verða meira og meira að 100% tölvu. Bráðlega eiga þær að geta keyrt windows forrit, á sama hátt og þær keyra Linux og Android öpp í dag.

(Visited 26 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.